Pastasalat með ostum

Hér er pasta ekki á boðstólnum nema stundum fyrir krakkana. Við hjónin borðum þetta kannski 3-4 sinnum á ári hugsa ég 🙂
Rifjaði upp um daginn gamla góða pastasalatið sem maður gerði hér í denn en þá var nú fátt hollara á þessari jörð en pasta, munið þið eftir því 😉    Íþróttamatur sem allir áttu að borða nóg af!    En allavega þá gerði ég þetta salat og við urðum ekkert fyrir vonbrigðum.

Alveg tilvalið svona á sumrin og það sómir sér vel á hlaðborði.

IMG_8466

Byrjið á því að blanda saman ca:

  • 1/2 dl af ólífuolíu
  • 2 marin hvítlauksrif
  • 1 msk rifsberjahlaup

Sjóða ca 250 gr af skrúfum eða fiðrildapasta, hella vökvanum af og blanda hvítlauksolíunni saman við, kæla. Það er hægt að nota hvaða pasta sem er að sjálfsögðu.

  • 1/2 gúrka í bitum
  • 1 rauð paprika eða rauð og gul, skorin í bita
  • 2 tómatar í bitum
  • 2-3 tegundir af ostum að eigin vali (camembert, pipar og paprikuostur eða gráðostur eða feta eða…….  það sem hugurinn girnist)
  • rækjur (sem ég átti ekki í þetta skiptið) EN

Ég bætti í þetta avocado í bitum því ég átti það til og það var fínt  🙂

IMG_8465

Bar þetta svo fram með góðu grænu salati 🙂

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s