Beikon og rækjupizza

Laugardagspizzan var óvenjuleg í þetta skiptið en þar sem ég nennti ekki að keyra eftir humri (skelbroti), ákvað ég að nota það sem til væri.   Ég gerði tvær útfærslur þar  sem rækjur komu við sögu á báðum.  Beikonpizzan sló í gegn og verður pottþétt gerð aftur.

IMG_8510

Ég geri alltaf sama botninn:

Botn:

Dugir á 2 plötur 

 • 6 dl spelt, blanda fínt og gróft
 • ca 2,5 dl vatn eða tæpl 3, fer eftir hversu fínn eða grófur botninn er
 • 1 tsk salt
 • 3 tsk vínsteinslyftiduft
 • 2 msk ólífuolía
 • 2 tsk oregano

Allt hoðað saman, flatt út á plötu með smjörpappír, stinga aðeins í með gaffli og baka í 5-7 mín. í 200 gráðu heitum ofni.  Taka út og skella meðlætinu á og baka aftur eins og þarf.

Áleggið:

Pizza 1: 

 • Pizzasósa hrærð út til helminga með rjómaosti
 • Sveppir
 • Laukur
 • Léttsteiktir beikonbitar
 • Rækjur
 • Bananar
 • Mulinn fetaostur
 • Smá rifinn ostur

Pizza 2:

 • Pizzasósa
 • Túnfiskur
 • Laukur
 • Rækjur
 • Grænar ólífur
 • Mulinn fetaostur
 • Rifinn ostur

IMG_8511

Dreifði reyndar örlítið af parmesan yfir báðar þar sem hann var þarna í skál.   Borðuðum þetta svo að sjálfsögðu með góðri hvítlauksolíu 😀

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s