Lambafille með grísku ívafi

Vinur okkar hann Michael var í heimsókn hjá okkur um daginn og eldaði þennan líka dýrindis mat. Hann var svo heillaður eftir að hafa smakkað íslenska lambakjötið að hann vildi ólmur elda fyrir okkur eitt kvöldið. Ótrúlega einfaldur en fínn réttur sem hægt er að undirbúa fyrirfram og ekki hundrað i hættunni þó hann bíði aðeins 🙂

IMG_7404  

Það sem þarf:

  • 4 stk lambafille með fiturönd
  • Búnt af fersku rósmarín og timian
  • 12 hvítlauksrif (ekki nauðsyn)
  • 1-2 krukkur (eftir stærð) sólþurrkaðir tómatar í olíu (ekki henda olíunni)
  • Svartar ólífur, tvær litlar eða ein stór
  • 1,5-2 stk ALVÖRU Fetaostur en hann er gerður úr sauða og geitamjólk (fæst t.d. í Fjarðarkaup)
  • Kartöflur

Gott er að leggja lambakjötið í olíu og kryddjurtirnar í nokkrar klst áður en því er lokað á vel heitri pönnu. Sjóða kartöflurnar ca til hálfs, flysja og skera í 4-8 báta (eftir stærð).

Kartöflubátarnir settir í eldfast mót, saltað og nokkrum rósmarín og timianstilkum dreift yfir. Hella/raða  rúmlega helming af ólífunum og sólþurrkuðu tómötunum þar ofaná ásamt hluta af fetaostinum og nokkrum heilum hvítlauksrifjum.

Raða lambafillé, ásamt kryddjurtunum sem voru í marineringunni, yfir. Setja rest af ólífum, sólþurrkuðum, feta og hvítlauksrifjum (skornum í bita) yfir.  Hella nú olíunni af sólþurrkuðu tómötunum yfir ásamt ca 4-5 msk vatni.

Ef það er ekki notast við eldfast mót með loki, þá bara að loka þessu með álpappír og setja í forhitaðan ofn ( 180 °C) í 20 mínútur. Taka út og hreyfa aðeins við þessu ásamt því að setja góða skvettu af rauðvíni yfir.  Stilla ofninn á 150-60 °C,  loka mótinu vel og setja inn aftur í ca 20 mínútur.  Taka fatið út og leyfa því að standa í svona 10 mínútur áður en það er borið fram.

IMG_7406

Tímalengd í ofninum fer aðeins eftir þykkt kjötsins.  Passa líka að kartöflurnar séu tilbúnar 😉

Með þessu þarf bara ekkert svei mér þá nema ef vera skyldi gott rauðvín og íslenskt vatn 😉

 

Vinur okkar kom með þetta vín með sér og ég get næstum fullyrt að betra rauðvín hef ég ekki smakkað 😉

IMG_7407

 

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s