Humarpizza

Er í miklu humarstuði þessa dagana, enda sumar…… humar….  og það rímar 😀

Keypti mér humar – skelbrot í Bónus um daginn og gerði þessa fínu pizzu. Ætla að gera hana aftur á morgun 😉

Screen Shot 2014-07-10 at 11.48.44

Ég gerði bara speltbotninn minn þar sem ég þoli ekki gerinn en þeir sem það þola geta eins gert þennan gamla „góða“ úr hveiti og ger. Mæli samt með speltbotni þar sem maður bakar hann aðeins áður en meðlætið er sett á, það verður svo gott að smyrja á hann.  Það er líka svo fljótlegt að gera speltbotninn þar sem hann þarf ekkert að bíða og hefast. Einnig er lítið mál að bæta t.d. vatni ef þetta er of þurrt hjá manni.

Botn:

Dugir á 2 plötur 

 • 6 dl spelt, blanda fínt og gróft
 • ca 2,5 dl vatn eða tæpl 3, fer eftir hversu fínn eða grófur botninn er
 • 1 tsk salt
 • 3 tsk vínsteinslyftiduft
 • 2 msk ólífuolía
 • 2 tsk oregano

Allt hoðað saman, flatt út á plötu með smjörpappír, stinga aðeins í með gaffli og baka í 5-7 mín. í 200 gráðu heitum ofni.  Taka út og skella meðlætinu á.

Pizzasósa:

 • 200 gr rjómaostur
 • 2 msk tómatpurré
 • smá salt

Hrært saman og smurt á botninn/botnana

Álegg:

 • Humarhalar, skelflettir og hreinsaðir
 • rifinn ostur
 • söxuð basilika
 • smá rifinn parmesan
 • nokkrir kirsuberjatómatar skornir í tvennt, raða bara á stuttu áður en pizzan er tilbúin í ofninum

 

IMG_7678

Baka þangað til hún lítur fallega út, semsagt tilbúin 😀

Borða með hvítlauksolíu og ekki skemmir gott hvítvín !

Screen Shot 2014-07-10 at 11.46.35

 

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s