Humar með berjum og mintu

Var með svo fínan humar um daginn sem ég hafði í forrétt. Velti mikið fyrir mér hvernig ég ætti að bera hann fram á sem fallegastan hátt en samt þannig að humarbragðið myndi njóta sín því það er algjör synd að kaffæra þetta flotta og bragðgóða hráefni í „í miklum brögðum“.

Sósan olli mestum heilabrotum en þetta tókst fullkomlega á endanum og hugsa að allir hefðu borðað meira ef það hefði verið í boði en skötuselsréttur fylgdi í kjölfarið og svo toppaði sykurlaus sælgætisbomba þetta allt 😉

Screen Shot 2014-07-03 at 20.47.20

Ég raðaði nokkrum salatblöðum á forréttardiska, stráði bláberjum, jarðaberjum og kirsuberjatómötum yfir. Smurði skelflettan humarinn með hvítlauks og steinseljusmjöri og leyfði honum bara að bíða þannig.  Bjó til sósuna og leyfði henni að standa í nokkra tíma þannig að þetta var allt vel undirbúið.

Þegar kom að því að bera þetta fram, setti ég humarinn undir grillið í ofninum í smá stund, lagði 2-3 hala á salatið og dreypti sósunni yfir.

Sósan passaði ótrúlega vel með humrinum en hún var súr-sölt-sæt og afar fersk 😀

  • 1 dós sýrður rjómi
  • væn lúka af saxaðri mintu
  • 2 tsk hlynsýróp
  • safi úr 1/2 límónu
  • 1/4 tsk maldonsalt

Það var svo gaman eftir að gestirnir komu að myndatakan fórst alveg fyrir 😉

IMG_7640

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s