Lappar

Lappar eru ómótstæðilegir þegar kemur að því að gera eitthvað fljótlegt sem öllum ætti að líka.  Ég fékk fyrst lappa þegar ég var 12 ára gömul í Noregi með foreldrum mínum. Fékk uppskriftina hjá mömmu vinkonu minnar og „lét“ mömmu mína gera þetta.  Þessi uppskrift lifir enn góðu lífi og er eitt það vinsælasta á mínu heimili, ekki síst hjá þeim yngri.

IMG_5773

Það má vera með allskonar álegg á löppum, smjör, ost, salat, sultu, rjóma……    og því hentar þetta við öll tækifæri. Þar sem þetta er svo fljótlegt er líka gott að henda í nokkra þegar krakkarnir koma svangir heim og mega fá eitthvað gott 😉

Uppskriftin gæti ekki verið einfaldari en sú upphaflega innihélt 3 msk sykur og ég sleppi því, það þjónar nákvæmlega engum tilgangi .

  • 2 egg
  • 3 bollar ab mjólk/súrmjólk
  • 3 bollar hveiti
  • 1/2 tsk matarsódi

Slá saman súrmjólk og eggjum, bæta þurrefnum í og blanda vel.  Þetta á að vera mjög þykkt.  Sett með matskeið á meðalheita þurra pönnu og bakað.  Stærðin er svona ca 10 cm í þvermál.

IMG_5777

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s