Grilluð lúða með indverskum keim

Tilvalin grillmatur hér á ferð en það er enga stund verið að gera marineringuna og henni er penslað á við eldun. Grill er samt ekki nauðsynlegt hér 😉

IMG_6789

IMG_6790

Marinering

passar fyrir ca 800-1000 gr af fiski
  • 2 msk rabbabarasulta
  • 2 msk sítrónusafi
  • 2 msk ólívuolía
  • 2 marin hvítlauksrif
  • 2 tsk engifer (ég notaði ferskan rifinn)
  • 1 tsk karry
  • 1 tsk cumin
  • 1/2 tsk chili

Öllu blandað saman, smyrja smá á lúðuflökin og grilla þau og bæta á marineringu við lok eldunartíma.
Ég gerði þetta bara á pönnu núna og byrjaði að smyrja á fiskinn á pönnunni, sneri þeim svo við og steikti seinni hliðina.  Mér finnst marineringin svo góð a ég ber hana fram með fiskinum líka.

Meðlæti er afar frjálst með þessum rétti en ég vel frekar bragðminna meðlæti þar sem indverska bragðið er svo gott.    Próteinrík útgáfa af meðlæti varð fyrir valinu núna og við vorum ekki svikin.

Smátt skorið grænmeti (laukur, kúrbítur, sveppir, paprika) velt aðeins á pönnu og soðnu quinoa bæt við og hitað. Kryddað með salti, pipar og cumin.

IMG_6788   IMG_6792

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s