Sykurlaus sælgætisbomba

Hér er alvöru bomba á ferð en það er enginn sykur notaður, aðeins Stevía og Sukrin og útkoman er vægast sagt frábær. Ekki neitt gervibragð 😉

IMG_5878

Ég næstum aldrei með eftirrétti, á bara ekki inni fyrir þeim þar sem maturinn er svo góður  😉 Langaði því að gera eitthvað krassandi án þess að lenda í einhverju sykursjokki og þetta varð útkoman.

Marens með stevíu:

Mér gekk ekkert of vel með marensinn en þar sem það er enginn venjulegur sykur í honum þá tók tíma að fá hann þurrann og stökkan – en það tókst.

 • 7-8 eggjahvítur (3 dl)
 • 120 gr sukrin (ég var með gylltan sukrin)
 • 1 tsk vanilludropar (má sleppa, eða nota stevíu með vanillu)
 • 1/2 tsk vínsteinn og salt á hnífsoddi
 • 30 dropar stevía, nota ýmist bragðlausa eða með vanillu

Þeyta hvíturnar mjög vel, MJÖG! Bæta rest í og þeyta þar til það er mjög stíft.  Ég setti þetta í 120 °C heitan ofn í 15 mínútur, lækkaði niður í 90 °C og bakaði í 2 klst.  Létt þetta svo standa í ofninum og kólna.  Kveikti aftur á ofninum á 100 °C í 1 klst og endurtók leikinn.  Losaði marensin og sneri honum við og bakaði aftur í 1 klst á 100 °C.    Ég veit, þetta er langur tími en ég kann ekki aðra aðferð 😉

IMG_6726

 

IMG_6728

IMG_6737

 

Það gekk ekki of vel að losa þá og snúa við en í þessu tilfelli skipti það ekki máli þar sem ég ætla að brjóta hann niður.

IMG_6739

 

Það besta er að þetta má geyma að vild og skella í eftirrétt þegar stundin rennur upp en þá er bara að þeyta nóg af rjóma. Skera niður ávexti að eigin vali og dreifa yfir.    Ég gerði „sykurlausa“ karmellusósu með þessu þannig að allir héldu að hér væri verið að innbyrða akm 100 hitaeiningar í hverri skeið en svo var nú ekki 😀

Karmellusósa:

 • 120 gr smjör
 • 110 gr sukrin
 • 1/2 tsk vanilludropar
 • 1/4 bolli rjómi

Allt sett í pott og soðið vel saman. Þetta þykknar ekki eins og ef um venjulegan sykur er að ræða og því þarf ekki að „sjóða þetta niður“.  Best að dreifa þessu yfir ávextina þegar borið er fram.
Hugsa að ég geti bara lofað því að þið verðið ekki svikin af þessu 😉 Þessi mynd náðist áður en síðasti bitinn hvarf 😉

 

IMG_5895

 

Sukrin:

Þetta er áhugaverð vara sem getur verið gott að grípa í. Þetta er nú í dýrari kanntinum en það ætti að vera í lagi þegar maður notar þetta til spari 🙂   Smellið hér til að lesa um þetta sætuefni sem er náttúrulegt og hefur ekki áhrif á blóðsykurinn en það er afskaplega gott þegar maður „gúffar“ svona í sig að það kalli ekki stöðugt á meira! Hér má svo sjá eitthvað um þetta á íslensku.
Screen Shot 2014-06-02 at 15.27.37

Auglýsingar

5 athugasemdir við “Sykurlaus sælgætisbomba

 1. Bakvísun: Humar með berjum og mintu | Hrönn Hjálmars

  • Hæ Dögg 🙂
   Ég hef ekki gert það sjálf en það er örugglega hægt. Hugsa að ég myndi prófa fyrst að nota Sukrin þar sem stevian er með svo sérstaka sætu. Sykurinn hefur verið notaður í miklu magni í sultur sem „rotvarnarefni“ (fyrir utan jú að gera sultuna góða 😉 ) en flestir farnir að minnka magnið verulega. Sultan verður jafn sæt en endingin eitthvað styttri svo ég hugsa að þegar maður notar annað en sykur, þá sé endingin kannski ekki mikil.

 2. Bakvísun: Veislubomba í morgunmat | Hrönn Hjálmars

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s