All Bran brauð

Þetta er gömul uppskrift sem ég fékk hjá Júlíu mágkonu minni og ástæðan fyrir því að hún hefur legið í dvala er ekki sú að brauðið sé vont, það er gríðarlega gott en það hefur átt það til að lífga um of uppá meltingarkerfið mitt 😉
Ákvað að henda í þetta núna og uppgötvaði að það verður varla fljótlegra né auðveldara að búa til gott brauð og það helst alveg mjúkt og gott í 3 daga a.m.k.

IMG_6685

  • 2 bollar All Bran
  • 1 bolli púðursykur (ég nota 50/50 kókospálmasykur og brúnan Sukrin)
  • 1 bolli rúsínur
  • 2 bollar mjólk
  • 2 bollar heilhveiti (gróft spelt)
  • 2 tsk lyftiduft

All Bran, sykur, rúsínur og mjólk sett í skál og látið standa í 10 mínútur.  Heilhveiti og lyftidufti bætt í, blandað vel, sett í form og bakað á blæstri við 180 °C í ca 45 mínútur (+/- 5 mín).   Gott að vefja það í stykki og leyfa því að kólna lítillega áður en það er skorið.

Ef það er of þunnt, þá er bara að bæta við heilhveiti eða öðru sem hentar. Ég notaði hörfræmjöl síðast til að þykkja það og kom það mjög vel út.

IMG_6642

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s