Kjúlli með sætum og karrý kókossósu

Þessi var alveg fáránlega góður en ég var burtu allan daginn og var því búin að undirbúa stóran hluta strax um morguninn. Ég skar sætar kartöflur í bita og ásamt nokkrum hvítlauksrifjum og geymdi það bara í vatni yfir daginn. Bjó líka til sósuna en það er oft gott að leyfa sósum sem eitthvað grænmeti er í að standa og taka sig aðeins, bragðið verður bara betra.  Var því ekki lengi að græja kvöldmatinn þegar ég kom heim 😉

 

IMG_6300

 

Þetta er semsagt:

-Sætar kartöflur

-kjúklingabitar

-heilt bókhveitikorn

-karrýkókossósa

-toppað með sýrðum rjóma og kóríander

Hér kemur svo nánari lýsing

Kartöflurnar

Skera í bita ásamt nokkrum hvítlauksrifjum sem skorin eru í tvennt. Ca 2 msk kókosolía og maldonsalt yfir. Bakað við 180 gráður í ca 30 mín eða þar til þær eru bakaðar.

Bókhveitikornið (Kasha)

Svona heilkorn er algjör snilld með mat og meinhollt 😉
1 bolli korn. Rista það í potti þar til það fer að taka lit, bæta 2 bollum af vatni og láta sjóða í ca 20 mín eða þar til vatnið er horfið. Látið lokið vera á.

Karrýkókossósa

  • 1/2 chilli, fræhreinsaður og saxaður smátt
  • 2 hvítlauksrif, smátt söxuð
  • 1 tsk af smátt söxuðum engifer (ég setti líka smá túrmerik og svartan pipar)
  • 2 tsk gult curry paste (má nota annað líka en þetta er frekar mild og hentar börnum)
  • 1 dós kókosmjólk (EKKI diet)
  • 1 dós niðursoðnir tómatar
  • 1-2 tsk kjúklingakraftur (smakka til)
  • Salt & pipar

Curry paste og grænmetið steikt í smá stund í kókosolíu, restinni bætt í og soðið aðeins saman. Smakka til með krafti, salt og pipar. Gott að láta standa aðeins.

Steikja kjúklingabita og krydda að vild 😀

 

Sætar kartöflur passa alveg ótrúlega vel með svona sósu. Ég borðaði í afganga kartöflur með sósu og avocado og það var ekki síðra 😉

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s