Fiskisúpa með ferskjum

Þessi uppskrift kom í Austurglugganum (héraðsfréttablaði á Austurlandi) og svo fékk ég að smakka þetta hjá henni Stebbu Freysteins, yndislegu mágkonu minni en hún og Baddi bróðir eru snillingar og rúmlega það þegar kemur að því að töfra fram eitthvað gott.

Súpan er með indversku ívafi og ég prófaði að steikja kjúklingabita og setja í hluta af súpunni sem var alls ekki verra. Þetta er gott ráð, sérstaklega þar sem fisk og/eða skelfiskofnæmi hefur gert vart við  sig.

Myndin er fengið að láni þar sem allt var borðað áður en það náðist mynd 😉

Screen Shot 2014-05-02 at 13.17.15

 • 3 msk kókosolía (eða ólífuolía)
 • 3 tsk sterkt karrý (ég var með pottagaldra karrý og rautt sterkt karrý)
 • 2 laukar, saxaðir
 • 1 blaðlaukur, saxaður
 • 3 hvítlauksrif, marin
 • 2 stilkar sellerí, saxaðir
 • 1-1,5 ltr fisksoð (nota tening, fiski og kjúklinga)
 • 1 dós niðursoðnir tómatar
 • 1/2 dós ferskur, sía vökvann frá og saxa í litla bita
 • 2,5 dl rjómi
 • 3-500 gr fiskur að eigin vali
 • salt og pipar

Olía hituð í góðum potti, allt grænmeti sett út í og mýkt. Karrý bætt út í og það látið steikjast með grænmetinu áður en soði er bætt í. Setja svo allt nema fiskinn útí og hita að suðu. Smakka til með nokkrum dropum af Tabasco sósu.  Best að henda fiskmetinu í skömmu áður en þetta er borið fram.

Það má auðvitað leika sér aðeins með magnið og vökvann. Ég jók vökvann meira en annað í uppskriftinni þegar ég eldaði síðast en þá vorum við svo mörg að borða. Svo bætti ég rjómaosti útí til að gera hana aðeins saðsamari.

 

Heimabakað brauð með þessari súpu er alveg nauðsyn og það má sjá hér.

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s