Glútenlaust hrökkbrauð

Þegar við ákveðum eða verðum að taka út glútein úr fæðinu, kemur oft í ljós að glúten leynist ótrúlega víða.  Það er til heill hellingur af glútenlausum vörum en oftar en ekki er það óttalegt drasl og afar takmörkuð hollusta sem þar er að finna.  Ég mæli því eindregið með því að þegar á að taka út glúten, þá eigum við ekki að reyna að halda áfram að borða nánast sömu vörurnar, bara glútenlausar, heldur að velja hreinlega annan mat. Undantekning er þó þegar hægt er að gera eitthvað gott og hollt eins og t.d. gott hrökkbrauð 😉

Þetta hrökkbrauð er ég búin að gera nokkrum sinnum núna, eftir að ég tók út glúten -svona að mestu. Ég er alls ekki með mikla „nennu“ þegar kemur að bakstri en ég geri þetta annað slagið og þá geri ég slatta til að það endist aðeins. Mér finnst þetta oft verða ansi laust í sér og það var mín eigin leti sem gerði það að verkum að það varð þéttara og hélst betur saman eftir bakstur.  Ég nefnilega hrærði saman í uppskriftina og nennti svo alls ekki að baka…….   breiddi vel yfir það og beið eftir að bökunarstuðið kæmi yfir mig, sem gerðist ca. sólahring síðar.   Þá bætti ég smá olíu saman við, hnoðaði, flatti út og bakaði.  Þetta kex er allavega að haldast mun betur saman en það gerði áður 🙂

IMG_5775

 • 1 dl sesamfræ
 • 1 dl hörfræ
 • 1 dl sólblómafræ
 • 1 dl graskersfræ
 • 1 dl haframjöl, glútenlaust
 • 3 dl bókhveiti
 • 1 dl möndlumjöl
 • 2 tsk gróft salt (Maldon)
 • 1 ¼  dl kaldpressuð ólífuolía
 • 1 ½  dl vatn
 • 1 tsk fennel fræ

Þurrvörum blandað saman í skál. Olíu og vatni blandað saman við. Deigið er frekar blautt (ekki svona eins og brauðdeig). Þetta má auðvitað baka strax en ég geymi þetta yfir nótt og bæti smá olíu í til að hnoða það upp. Skiptið deiginu í þrennt. Setjið smjörpappír á bökunarplötu, 1/3 hl. deigsins á miðjuna og aðra örk af smjörpappír yfir. Fletjið svo út með kökukefli eða flötum lófa þannig að deigið sé á milli smjörpappírsarka. Deigið er skorið í ferhyrninga með pizzuhníf áður en það er bakað. Bakað við 200°C í ca. 12-15 mínútur.

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Glútenlaust hrökkbrauð

 1. Bakvísun: Grænkálspestó nr. 1 | Hrönn Hjálmars

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s