Karamellu og kropp ís

Hér er alltaf gerður jólaís og núna er það páskaís. Auðvitað eru til margar aðferðir við ísgerð en ég hef gaman af því í halda í sumt sem ég var vön í æsku, það vekur líka upp svo skemmtilegar minningar 🙂   Gamla uppskriftin frá mömmu og ömmu er alltaf notuð og svo geri ég yfirleitt eitthvað smá nýtt með. Ákvað núna að prófa mig betur áfram með smá sukrin og steviu en það hentar mjög vel þar sem við viljum ekki hafa ísinn mjög sætann. Þeir sem það vilja geta bætt við sykri/steviu nú eða einfaldlega boðið uppá sætar sósur með fyrir þá sem eru ekki nógu sætir 😉

Screen Shot 2014-04-16 at 13.44.11

Þessi ís er gerður svona þar sem ég átti svo mikið af rauðum og var ekki að fara að gera uppáhaldið, bernaise sósu 😉     Neðri uppskriftin er svo þessi gamla en hún er allaf notuð líka.

Að lokum er uppskrift af gamaldags karamellusósu sem þykir ómissandi á jólunum í minni fjölskyldu, kannski sérstaklega hjá okkur sem ólumst upp við hana og ekkert annað í boði – en góð er hún 😉

Eggjarauðuís:

 • 1 egg
 • 4 eggjarauður
 • 1 dl sukrin
 • 1/2 lítri rjómi
 • 4 dropar stevia – english toffee
 • 1 tsk vanilludropar
 • 150-200 gr nóakropp – eða eins og hver vill.

IMG_5928

Stífþeyta fyrst eggið, bæta rauðum og sykri í og þeyta vel. Bæta vanillu og steviu í lokin. Þeyta rjóma vel í annarri skál og blanda þessu svo saman með sleif ásamt muldu nóakroppi. Setja í hentugt form/skál/fat og frysta. Gott er að hræra í með sleif ca 2 tímum eftir að þetta fer í frost til að losa aðeins um.

Screen Shot 2014-04-16 at 09.05.32

Gamli:

 • 1/2 lítri rjómi, stífþeyttur
 • 3 egg
 • 3 msk sykur (eða sukrin og 5 dropar stevia)
 • 1 tsk Vanilludropar

Stífþeyta egg og sykur, blanda svo saman eggjaþeyting, vanillu (og steviu ef hún er notuð) og rjómanum með sleif. Setja í hentugt form/skál/fat og frysta. Gott er að hræra í með sleif ca 2 tímum eftir að þetta fer í frost til að losa aðeins um.

Takið ísinn út amk 30 mín. áður en á að borða hann og leyfið honum að mýkjast örlítið en hann er frekar þéttur í sér og harður.  Svo er bara að finna sér uppáhalds meðlætið. Samt er ísinn svo góður að það þarf eiginlega ekki neitt 😉

 

Karamellusósan hennar ömmu:

 •  100 gr sykur bræddur á pönnu
 • 1,5 dl volgt vatn
 • 2 dl þeyttur rjómi

Þegar sykurinn er bræddur (ekki hafa of mikinn hita) er volga vatninu helt útá og sykurinn leystur upp.  Þetta er svo kælt og hrært saman við þeyttan rjóma þegar kemur að framreiðslu. Þetta vill skilja sig svolítið þannig að þá er bara að hafa skeið í og hræra reglulega 😉
Þessa má gera fyrirfram og geyma bara sykurbráðina í ísskáp (í einhverja daga), svo er bara að þeyta rjóma rétt áður en borðað er.

 

 

 

 

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s