Epla-mangó þorskur á pönnu

Einn laufléttur pönnuréttur, meðlætið getur verið af ýmsu tagi; hrísgrjón, quinoa, salat, brauð……   hvað sem hugurinn girnist en ég hafði bara klettasalat baðað í smá dressingu (olía, hindberjaedik og sterkt sinnep).

IMG_5807

 • 1 rauð paprika í bitum
 • 3-4 gulrætur í bitum
 • 1 stórt eða 2 lítil epli, flysjuð og skorin í bita
 • 2-3 tsk karrý
 • 1 tsk turmerik
 • salt og pipar
 • 2 dl rjómi
 • ca 100 gr rjómaostur
 • 2 kúfaðar msk mango chutney
 • 2 þorskflök í bitum
 • paprikuduft og steinselja til skrauts

IMG_5809

velta grænmeti í kókos – eða ólífuolíu á pönnu í smá stund, bæta eplabitum, karrý og turmerik saman við og steikja í smá stund. Hella rjóma og setja rjómaost saman við, láta bráðna og ná upp suðu. Bæta þá mango chutney saman við, salta og pipra.  Raða fiskbitum yfir, krydda með paprikudufti og steinselju, lækka hitann þannig að það haldis smá suða, setja lok á pönnuna og láta malla í ca 10 mín eða þar til fiskurinn virðist vera eldaður í gegn.

IMG_5811

Eins og áður sagði þá dugir vel að hafa bara gott salat með en annað sakar ekki 🙂

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s