Chilipottréttur með súkkulaði

 

IMG_9772

 

Hér kemur sá þriðji og síðasti úr gamla mogganum sem ég átti en hann kemur, eins og síðustu tveir pottréttir, frá Krúsku.

Okkur fannst þessi réttur alveg sjúklega góður. Chili, dökkt súkkulaði og kóríander er töfrum líkast þegar það er rétt samsett og það er stutt þangað til þessi verður gerður aftur 😀
Ég er búin að auka aðeins kryddmagnið (ekki chiliduft) en það gerði þetta bara betra!

 

IMG_9774

 

 • 1/2 dl olía
 • 1 stór laukur í sneiðum
 • 2 hvítlauksgeirar, fínt saxaðir
 • 2 msk tómatpurré
 • 3 dósir niðursoðnir tómatar
 • 2 sellerístilkar, sneiddir
 • 1,5 msk þurrkað oregano
 • 1,5 msk malað Cumin
 • 2 tsk paprikuduft
 • 1 msk þurrkað basil
 • 1 tsk chiliduft
 • 1-2 tsk turmerik
 • 1 dós soðnar nýrnabaunir (ég átti Azuki baunir sem ég sauð og setti í )
 • 50 gr dökkt súkkulaði
 • 3 gulrætur í bitum
 • 150 gr sætar kartöflur í bitum
 • safi úr 1/2 sítrónu
 • 1/3 bolli ferskt kóríander
 • salt og pipar eftir smekk

IMG_5534

Hitið olíu í pottir og setjið lauk og hvítlauk úti, látið malla í nokkrar mínútur. Bætið útí kryddi, tómatpurré, tómötum og sellerí og látið malla í ca 10 mínútur. Þá koma soðnu baunirnar og restin af grænmetinu (nema kóríander) og þetta látið malla í 20-30 mín. Smakka til með salti og pipar. Sítrónusafi og kóríander hrært í þegar borið er fram.

IMG_9776

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s