Blómkáls pottréttur

Þessi réttur var Mogganum „í gamla daga“ og kemur frá Krúsku.  Ég er semsagt ekki að eigna mér neitt, heldur að koma því á framfæri sem ég tel þess virði 😉
Það er okkur svo hollt að auka grænmetisneysluna og mjög gott að ef við sleppa kjöti og fiski annað slagið. Við viljum nú samt fá staðgóða og næringarríka máltíð sem smakkast vel.  Ég var ekki svo lengi að gera þennan og munum að elda NÓG, það er fátt betra í hádeginu en afgangur frá deginum áður, eða afgangar frá hádegi hafði í kvöldmatinn  😀

IMG_5413

Þetta ætti að duga fyrir ca 5-6 manns

 • 1 laukur, sneiddur
 • 2 gulrætur í bitum
 • 1 rauður chili (fræhreinsaður ef rétturinn á ekki  að verða mjög sterkur)
 • 2 þumlungar engifer, smátt saxað
 • 5 hvítlauksgeirar, saxaðir  (ekki marðir)
 • 1 sæt kartafla (ég hef hana í stærri kantinum) skorin í teninga
 • 2 msk olía (kókosolía best)
  • Þetta er allt steikt í olíunni í stórum potti í ca 10 mínútur
 • 1 tsk madras curry (eða bara annað karrý)
 • 1 tsk turmeric
 • 5 msk muldar (saxaðar) möndlur
 • handfylli af rúsínum
 • 1 blómkálshöfuð skorið í bita
 • 400 ml (ein dós) kókosmjók  og ekki kaupa „light eða diet eitthvað….“
  • Þessu er bætt í og látið malla í ca 10 mín til viðbótar
 • 150 gr frosnar grænar baunir
 • safi úr 1/2 sítrónu
 • Væn lúka af fersku kóríander
  • Bætt útí og mallað í 5 mínútur

Fínt að setja lokið á og láta standa í smá stund. Hræra og smakka til með salti og svörtum pipar.

IMG_5415

Ég bjó til dressingu með þessu sem var nú samsuða úr einhverju sem ég hef áður gert:

 • Ólívuolía og balsamik edik til helminga
 • 2 hvítlauksrif
 • biti af engifer, söxuðum

Allt blandað með töfrasprota og borið fram með.

Ég er brauðlaus og glúteinlaus og er því ekki með neitt meðlæti, nema kannski quinoa  en fannst ekkert þurfa með þessu. Það er líka hollast svona 😉

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s