Marokkóskur pottréttur

Þegar maður er að breyta mataræðinu – og bæta þá er alltaf gott að stíga svolítið langt út fyrir línuna sem maður er vanur að fylgja og gefa sér tíma til að búa til eitthvað sem er ólíkt því sem maður er vanur.  Maður lærir eitthvað alveg nýtt og kynnist einhverju nýju.  Stundum líkar manni vel og stundum ekki en það gerist auðvitað ekkert ef maður prófar ekki.   Hér er einn réttur sem ég var að prófa en þessi uppskrift er úr gömlu morgunblaði þar sem eigandi Krúsku gaf nokkar góðar uppskriftir.  Ég er búin að prófa tvo af þremur og báðir voru geggjaðir.
Þegar maður prófar eitthvað svona alveg nýtt þá er líka gott að velta fyrir sér hvernig manni líður eftir matinn.  Er maginn og meltingin að fíla þetta, höldumst við mett lengi á eftir osvfrv.   Þessi réttur hafði afar skemmtilegt og framandi bragð, okkur leið afar vel á eftir og þar sem hann er stútfullur af næringu, þá var maður passlega mettur lengi á eftir.
Þetta er pínulítið langur listi en samt er eldunin ekki svo flókin, ein og með flest allar nýjar uppskriftir þá er maður ekki svo fljótur að útbúa allt í fyrsta skipti en svo næst er það mikið auðveldara.  Hér er nánast öllu hent í pott og soðið saman – það fattaði ég eftirá 😉

IMG_0001

 • 1 eggaldin (skorið í bita)
 • 1 rauð paprika í sneiðum
  • pensla þetta tvennt með ólívuolíu og bakið í ofni á 180°C í 10-5 mín
 • Kókos eða ólívuolía, ca 3 msk
 • 1 hótellaukur (stór laukur), sneiddur
 • 2 hvítlauksrif, fínt skorin
 • 1/2 fennel, sneitt langsum – ekki of þunnt
 • 2 tsk tómatpúré
 • 1 dl appelsínusafi
 • 1 bolli soðnar kjúklingabaunir
 • 1 grænmetisteningur (má vera hvað sem er)
 • 2 msk sítrónusafi
 • 1/2 tsk cummin
 • 1/2 tsk kanill
 • 1/2 tsk engiferduft
 • 10 þurrkaðar apríkósur, skornar í bita
 • svartur pipar og salt
 • saxað kóríander

Mýkið lauk og hvítlauk í potti, bætið út í fennel og látið mýkjast. Setjið svo allt (nema ferskt kóríander bakað eggaldin og papriku) og látið malla í ca 30 mínútur.  Bætið þá restinni í og blandið vel.

Ég var með melónusalsa með og passaði það svakalega vel, myndi gera alveg ríflega af þessu því það klárast 😉

 • 1 bolli vatnsmelóna skorin í litla bita
 • 2 vorlaukar, sneiddir fínt (set nú stundum bara venjulegan lauk ef annað er ekki fyrir hendi)
 • 1/2 bolli kókosflögur
 • 1/2 tsk cumminfræ
 • 1 msk saxað engifer
 • Sítrónusafi
 • salt og pipar

Rista cumminfræ og kókosflögur á pönnu, blanda svo öllu  saman og bera fram.

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Marokkóskur pottréttur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s