Sparifiskur með kartöfluflögum og osti

Þetta var sunnudagsmaturinn hjá mér sl. helgi.   Uppskrift sem kom í verðlaunabæklingi fyrir MJÖG mörgum árum en hann hét Bestu uppskriftirnar 1989, semsagt fyrir 25 árum. Það passar líka alveg því upprunalega uppskriftin inniheldur þriðja kryddið (MSG)  😉

Það var skötuselur notaður en þar sem mér finnst þorskur svo ótrúlega góður, þá nota ég hann í staðinn. Bæði auðveldara að elda hann og að fá hann.
Þetta er einn af þeim réttum sem getur ekki klikkað og mér finnst líka gott að gera hann fyrirfram og eiga bara eftir að henda í ofninn þegar kemur að matartíma. Sérlega þægilegt þegar gesti ber að garði.  Uppgötvaði líka þegar ég keypti kartöfluflögurnar að þetta er nánast aldrei keypt á mínu heimili, hugsa að það sé ca 1 sinni á ári, sem er gott 😀

800 gr þorskur – raðað í eldfast mót

 • 2 paprikur saxaðar
 • 1 blaðlaukur, sneiddur
 • 2 sellerístönglar, saxaðir
 • 2,5 dl rjómi
 • 4 msk hveiti eða annað sem þykkir
 • 1 dl ananassafi eða hvítvín (eða mysa)
 • 4 msk smjör
 • 2 msk ólívuolía
 • 2 tsk tómatkraftur
 • 1/2 tsk turmeric
 • 1/2 tsk karrý
 • 1 tsk italian seasoning (eða t.d. best á allt eða töfrakrydd frá Pottagöldrum)
 • 1 tsk salt (og smakka til)
 • 1 fiskteningur (eða kjúklinga)

Yfir réttin er svo sett 1,5 bolli rifinn ostur (að eigin vali) sem hefur verið blandaður með muldum kartöfluflögum. Gott að nota paprikuflögur.

Grænmetið er kraumað í smöri, turmeric, karrý og kryddi bætt í og hrært vel. Hveiti stráð yfir og setjið ananassafa, rjóma, tómatkraft og fiski(kjúklinga)krafti saman við. Bætið pínu vatni ef þetta er mjög þykkt. Látið krauma í nokkrar mínútur.

 

IMG_5228

 

Ef það á að gera réttinn fyrirfram, leyfið þá grænmetissósunni að kólna áður en henni er hellt yfir fiskinn.  Þetta þarf svona 20-30 mínútur í ofni, fer eftir þykkt.  Ef þetta fer sjóðandi heitt yfir fiskinn, þá styttist eldunartíminn töluvert, best að tékka bara á honum reglulega.

Ef maður notar skötusel, þá mæli ég með snöggsteikingu á pönnu, grænmetissósan heit yfir, ostur ofaná og stutt í ofninn.

Með þessu getur maður haft eitt og annað.   Hýðishrísgrjón, quinoa, salat, brauð…….   eitt eða allt – eftir því hversu margir eru í mat nú eða eftir því hvaða mataræði er verið að fylgja 😉

 

IMG_5229

Auglýsingar

3 athugasemdir við “Sparifiskur með kartöfluflögum og osti

  • Hæ Borghildur,
   Ég nota reyndar kókosmjólk mjög mikið en sé það ekki fyrir mér í þessum rétti…. kannski bara vitleysa í mér. Mjúkt tófú á að vera gott sem „staðgengill“ fyrir mjólkurvörur en ég þekki það bara ekki nógu vel til að segja eitthvað um það 🙂

 1. Bakvísun: Humar með berjum og mintu | Hrönn Hjálmars

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s