Graskerssúpa með hnetusmjöri

Fann þessa skemmtilegu uppskrift einhversstaðar á netinu, breytti aðeins og útkoman varð frábær. Graskerssúpur eru yfirleitt frekar saðsamar og því ekki nauðsynlegt (finnst mér) að hafa brauð eða annað með. Ef hins vegar ég býð uppá brauð með, þá hendi ég í eitt gott speltbrauð, nota grunnuppskriftina mína og bæti töluverðu af fræjum og jafnvel smá kókos í.

 • 1 Butternut grasker (má vera Hokkaido), uþb 800g – 1 kg
 • Smjörklípa og ólívuolía til steikingar
 • 1 stór laukur, niðurskorinn
 • 1 lítið meðal sterkt chili, fræhreinsað (eða smá þurrkað chilli)
 • 3 cm engiferrót, söxuð
 • 2 hvítlauksrif, söxuð
 • 1 líter kjúklingasoð
 • 3 msk lífrænt hnetusmjör (með eða án hnetubita)
 • safi úr 1 lime (límónu)
 • Salt og nýmalaður pipar
 • 3 msk saxað kóríander
 • 1/2 – 1 dós kókosmjólk eða smá rjómi

Borið fram með:

 • hreinni jógúrt
 • fersku kóríander
 • ristuðum fræjum (graskers og etv sólblómafræjum)

Hitið pott með smjöri og olíu og setjið niðurskorið grænmetið í.  Hrærið í og eldið í nokkrar mínútur.

IMG_5217

Bætið soði saman við og látið sjóða í ca 20 mínútur eða þar til allt er orðið mjúkt

IMG_5218

Skellið töfrasprota í pottinn (eða setjið í blandara) og gerið súpuna silkimjúka. Bætið kókosmjólk (rjóma) og hnetusmjöri saman við og blandið vel með töfrasprotanum.  Takið af hitanum, smakkið til með salti, pipar og sítrónusafa.  Til að ná fram bragðgæðunum þá má alveg huga að því að hafa nóg salt/kraft, þó án þess að brimsalta þetta 😛

Berið fram:

IMG_5220

Ég rista mér oft graskers og sólblómafræ og þegar ég tek þau af hitanum, helli ég þeim í skál og set 3-4 dropa af tamari sósu (eða góðri soyasósu) yfir og hræri.  Þá fá þau voða gott saltbragð og eru tilvalin sem millimál líka 🙂

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s