Enchilada fiskur eða kjúklingur

Þessi er ekki ný af nálinni en þegar ég kom frá Mexíkó árið 1994 eftir 8 mánaða veru þar var ég algjörlega sjúk í matinn þeirra (eins og sást á mér þegar ég kom heim……. 😉  ).   Enchilada var svona með því betra sem ég fékk en ekki fékk ég né gat gert eins sósur á þeim tíma.  Einhverju síðar kom í verslanir enchilada sósa frá Discovery sem var vel hægt að brúka, kannski ekki eins 100% holl og sú sem var heimagerð þegar ég var úti en samt mjög góð. Þessi sósa fæst eingöngu í bestu verslunum landsins en þær eru:

  • Fjörður Hafnarfirði
  • Nesbakki Neskaupstað
  • Kaupfélagið á Drangsnesi

Já elskurnar, aðgengilegt um næstum allt land 😀

Screen Shot 2014-01-23 at 23.03.33

Það sem þarf er:

  • Fiskur (eða kjúklingakjöt)
  • 6 stórar tortillas
  • 2 krukkur af Enchilada frá Discovery
  • 1dós sýrður rjómi
  • Rifinn ostur
  • Grænt salat

Skerið fiskinn í ræmur eða bita. Raðið í lengju á mjúka tortilla köku, setjið smá sósu og krydd (má sleppa kryddinu) og rúllið upp.

Screen Shot 2014-01-23 at 23.04.51

 

Screen Shot 2014-01-23 at 23.04.04

Raðið þétt í eldfast mót og hellið sósunni yfir. Best er að þynna sósuna að ca 1/3 með vatni áður.   Ef ég nota 6 stórar tortillakökur er ég að nota alveg 1 1/2 krukku af sósu.

Screen Shot 2014-01-23 at 23.04.18

 

Screen Shot 2014-01-23 at 23.04.27

Setjið sýrðan rjóma yfir (bara eina rönd yfir miðjuna) og stráið rifnum osti yfir allt.  Bakið á 180-200 °C í 20-25 mín (best að kíkja inní og sjá hvort fiskurinn er ekki soðinn).

Grænt salat með ásamt meira af sýrðum passar flott. Best finnst mér kínakál með en það er eiginlega í einu skiptin sem ég nota það kál 🙂

Screen Shot 2014-01-23 at 23.04.37

Ef þið viljið nota kjúlla í staðinn fyrir fisk. Leggið þá kjötið í smá hvítlauksolíu í smá stund og steikið það svo á pönnu og stráið salti yfir.  Rífið/saxið niður og setjið inní kökurnar.

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s