Kalkúnafylling – sú besta !

Screen Shot 2013-12-30 at 23.28.42

Ég bara VERÐ að skella hér inn uppskrift sem ég fann í Gestgjafanum fyrir nokkrum árum en þessi kalkúnafylling er sú besta sem við höfum smakkað og við þorum hreinlega ekki að breyta 😉   Upphaflega var kúskús í uppskriftinni en það er ekkert mál að skipta því út fyrir quinoa (töfrakornið góða), það er ekki síðra á braðgðið og sennilega bara hollara 😉

Það er fljótlegt að gera hana og okkur finnst best að setja bara hluta inní kalkúnann og hita rest með. Það þarf ekki að vera með mikið af bragðmiklu meðlæti með þar sem bragðið af fyllingunni er svo gott.

 • 3 bollar soðið quinoa (eða kúskús)
 • 1 bréf hráskinka, skorin í bita
 • 10 sólþurrkaðir tómatar, skornir í bita
 • 30 fetaost teningar
 • 3 hvítlauksgeirar, pressaðir
 • 3 msk furuhnetur
 • 1 krukka ætiþistlar (hella vökva af), skera niður
 • 1 búnt basilika, söxuð
 • 1 dl hvítvín
 • 4 brauðsneiðar án skorpu
 • 1 tsk pipar
 • 1,5 tsk salt
Öllu blandað saman og kalkúnninn fylltur.
Mér finnst best að vera bara með venjulega kalkúna-rjómasósu, soðnar kartöflur (eða sætkartöflumús með sveppum) og Waldorfsalat.  Mín útgáfa af salati er svona:
 • 3 græn/gul epli skorin í bita
 • 3 mjög fínt saxaðir sellerístilkar
 • 1-1,5 bolli steinlaus vínber, skorin í tvennt
 • 200 ml sýrður rjómi (24%)
 • ca 1 dl þeyttur rjómi
 • Valhnetum eða pecanhnetum stráð yfir þegar borið er fram.

Screen Shot 2013-12-30 at 23.30.17

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s