Vefjagigt, er hægt að draga úr einkennum ?

Sífellt fleiri greinast með vefjagigt og án þess að fara nánar útí fræðin þar á bak við, þá ætla ég að segja frá minni reynslu af þessum sjúkdómi í þeirri von að hugsanlega gæti það hjálpað einhverjum. Ef það myndi hjálpa einni manneskju, þá yrði ég glöð 🙂

Árið 2002 var ég greind með vefjagigt, ég hafði mikla verki í mjöðmum og vöðvum, átti erfitt með að sofa vegna verkja og fannst ég bara eitthvað svo aum á líkama og sál. Fékk oft bjúg, augnþurrk, blóðsykursfall, svima ofl. Var samt töffari og datt ekki í hug að breyta einhverju í lífsstílnum sem einkenndist af töluverðu djammi, mikilli vinnu og ekki mikið verið að spá í matnum. Ekkert kannski svo óhollur en ekki svo hollur heldur. Bara brauð, skyr, brauð, ostur, pasta, kjöt, fiskur og eitthvað af grænmeti, nammi þegar það bauðst  og einstaka sinnum snakk eða skyndibiti. Svo drakk ég voða lítið vatn.

Ég fór til læknis og fékk strax skrifað uppá pillur til að geta sofið og leið mér strax skárr en góður svefn getur gert kraftaverk.  Ég hélt svo bara áfram að lifa með þessa vefjagigt sem fór smátt og smátt versnandi, þrátt fyrir að fá hjálp við að sofa.  Ég bætti við mig vinnu, vann og vann og hugsaði lítið um annað. Alltaf nóg fjör og djamm og engin ástæða til að slaka á í allri þessari gleði 😉   Vefjagigtin var hins vegar slæm og ég passaði að eiga alltaf nóg af svefnpillum (reyndar var það vægt þunglyndislyf sem hjálpaði manni að sofa). Það var samt hrikalegt að taka þessar pillur því að það var erfitt að vakna og ég var alltaf hálf ringluð á daginn, eins og áhrifin ætluðu aldrei að dvína. Verkirnir versnuðu og ég var látin fá Voltaren (sem var ekki orðið óhollt þá…..) til að taka á daginn.   Nú fór mér að líða aðeins betur ÞAR TIL…… voltarenið fór að éta upp á mér magann,  dem hvað það var vont!!    Ég talaði við lækni og hann skrifaði uppá lyf til að hjálpa maganum að þola Voltarenið.

Þarna var ég semsagt með þunglyndislyf til að sofa af, bólgueyðandi til að eiga bærilega daga og svo var komið lyf til að hjálpa mér að þola voltarenið………  😮     Þarna hætti ég að taka allt !  Þessi jafna var (og er) ekki að ganga upp.    HVAÐ RUGL ER ÞETTA hugsaði ég,  en ég mátti samt ekki vera að því að skoða hvað ég gæti gert, það var svo mikið um að vera í mínu lífi að ég hafði bara ekki tíma! Ég hafði eignaðist mann og barn og flutti svo til útlanda og varð bara að standa mig enda annað barn á leiðinni.

Reyndar lenti ég í mikilli depurð eftir að ég átti fyrra barnið, sennilega hefur það verið fæðingarþunglyndi en ég get ekki fullyrt það.  Fékk viðtalstíma hjá geðlækni sem var fljótur að skrifa uppá pillur handa mér.  Ég talaði við hann i tæpan klukkutíma og fór út með 3 eða 4 fjölnota lyfseðla…..  þetta voru þunglyndislyf, sterk verkjalyf og svefnlyf……   ég settist út í bíl og skoðaði seðlana,  keyrði heim og henti þeim öllum.  Ég var ekki að skilja hvernig þetta virkaði, gat ekki (og hef reyndar aldrei getað) séð hvernig öll þessi „deyfilyf“ áttu að „koma mér í gírinn“ aftur. Ég ákvað því að „harka bara af mér“ áfram.

Screen Shot 2013-11-26 at 23.12.10

Það var svo ekki fyrr en eftir að ég átti seinna barnið mitt að ég fór að átta mig á að ég yrði að gera eitthvað – en hvað!!??   Ég hafði heyrt af detoxi og fannst það áhugavert en umtalið á götunni og í íslenskum fjölmiðlum var svo ótrúlega neikvætt að ég sagði engum frá þessum áhuga.  Það var svo fyrir ótrúlega tilviljum að mér bauðst pláss í fyrstu 2 vikna detox-meðferðinni sem haldin var á Mývatni vorið 2009.

Ég á aldrei eftir að geta þakkað nógsamlega fyrir þann árangur sem ég náði á þessum tveimur vikum. Þessi fjárfesting er og verður sú besta og áhrifaríkasta sem ég mun nokkurntíma upplifa hjá sjálfri mér.  Ég varð verkjalaus, gat sofið og leið bara ótrúlega vel á sál og líkama. Þegar ég gekk þarna út eftir tveggja vikna föstu ákvað ég að ég skyldi gera allt sem í mínu valdi stæði til að halda mér svona áfram, ég skipti  algjörlega um gír, fór að breyta mataræðinu til hins betra fylgja þeim ráðum sem ég fékk og lærði.   Ég fór að hafa óbilandi áhuga á tengslum sjúkdóma og mataræðis og var endalaust að lesa mér til og prófa.  Ég hef þó alltaf verið vel niðri á jörðinni, mér finnst matur gríðarlega góður og hef gaman af því að matbúa svo að þetta hefur verið afar fróðlegur vegur að feta, og árangursríkur.  Margt breyttist strax eftir detoxið en svo hef ég smátt og smátt bætt mig í hollustunni og markmiðið er auðvitað alltaf að líða vel á sál og líkama, sofa vel og vera full af orku.

Brauð og korn

Ég tók strax út allt brauð sem innihélt hvítt hveiti og ger.  Bakaði mér speltbrauð og dró úr brauðáti.  Hvítt hveiti er hrikalegt, ekkert nema næringarsnautt, hitaeiningahlaðið lím sem er í raun ekki gott fyrir neinn. Margir þola illa ger og í mínu tilfelli fór ég að þola ýmsa aðra matvöru betur eftir að ég tók út hveiti og ger.  Korn er einnig mjög ríkt af Omega 6 og þegar við erum stútfull af því, þá hefur það m.a. slæm áhrif á liðina okkar og margt fleira þar sem það er bólgumyndandi.

Sykur

Ég held sykurneyslu í lágmarki og þá forðast ég hvítan sykur sérstaklega. Þetta þýðir að ég borða mjög sjaldan kökur og tertur, borða nammi sjaldan og drekk ekki gosdrykki eða aðra sykraða drykki.  Sykur er og verður alltaf óhollur hvernig sem á það er litið og svo er hann gjörsamlega snauður af næringu.

MSG og Aspartame

Ég borðaði ekki mikið af unnum matvörum þar sem ég hafði fundið að ég þoldi þær ekki mjög vel.  Þessar afurðir innihalda mikið salt og svo er MSG í mörgu (hér í þessari grein má sjá hvað MSG gerir) . Ég fór að sneyða enn frekar hjá þessum vörum, öllu sem heitir unnin matvara og ALLT  sem innihélt MSG.  Ég hætti að borða allt sem inniheldur sætuefnið Aspartame en þetta efni er notað í ótrúlegustu hluti.  Þannig að ég drekk ekki né borða eitthvað sem heitir „diet“ og sleppi t.d. alveg að nota tyggjó en það inniheldur, nánast án undantekninga, þetta sætuefni.  Það eru til rannsóknir sem styðja þá kenningu að þessi efni séu afar óholl og þá sérstaklega fyrir vefjagigtarsjúklinga.  Hér er talað um MSG og  hér má sjá fjallað um tengsl aspartame og vefjagigtar .

Áfengi

Brennd vín henta mér afar illa en bjór er í lagi. Þetta er auðvitað einstaklingsbundið og sumir þola allt áfengi illa.  Ég er svo heppin því bjór er uppáhalds 😉

Engifer og turmerik

Engifer og turmerik (kurkuma) eru að ég held það mesta „töfrastöff“ sem finnst í öllum búðum. Eitthvað sem allir ættu að eiga við höndina og nota sem oftast.

Magnesíum

Ég tek alltaf magnesíum á kvöldin. Það fer svolítið eftir því hvaða tegund af magnesíum ég er með en 400 mg eru fínn skammtur fyrir mig, stundum minna.

-Annað sem ég geri alltaf er að ég tek D-vítamín, Lýsi (omega-3), B-komplex (öll B-in) og Q-10,  önnur góð bætiefni tek ég svo annað slagið en það er t.d. C-vítamín, Þaratöflur, Alfa Alfa eða Spirulina – svona allt eftir efnum og aðstæðum.

-Slökun af öllu tagi er afar árangursrík og nauðsynleg fyrir vefjagigtarfólk þar sem svefn er eitt af vandamál-unum en hér má lesa áhugaverða grein sem ég rakst á  um streitu og vefjagigt.  Mín skoðun er sú að það þurfi ekki endilega að kosta eitthvað mikið en jóga, innhverf íhugun og slökun ýmiss konar er oft í boði fyrir lítinn pening og einnig er mikið efni að finna á netinu sem kostar ekkert 🙂  

-Hreyfing er einnig nauðsynleg, og nóg af henni ásamt fersku lofti. Finna hreyfingu sem hentar og eins mikið og fólk treystir sér til.  Í hreyfingu felst líka ákveðin slökun og fátt betra en að fara í langa göngutúra úti í náttúrunni og njóta hennar.   Í dag er mitt uppáhald að lyfta en það finnur hver fyrir sig hvað hentar og stundum getur það bara verið mismunandi eftir árstíðum.

Með þessu drekkum við svo að sjálfsögðu mikið af vatni 😀

Í dag innbyrði ég eins mikið og ég get af grænmeti og allri blaðgrænu sem ég kemst í. Geri mér græna drykki á morgnana  og borða mikið salat ásamt því að nota góðar olíur og fitu. Borða að mestu hreina fæðu sem þarfnast ekki innihaldslýsinga.

Þetta er svona í grófum dráttum mín aðferð við að vera eins heilbrigð og ég get og gengur það alveg þokkalega vel.

Að lokum vil ég taka fram aftur að þetta er mín reynsla af minni vefjagigt. Ég veit um fleiri sem eru að gera nokkuð svipaða hluti og það er virkar vel og því gæti vel verið að það virki fyrir fleiri. Öll erum við þó einstök og hver og einn verður að finna út hvað er best fyrir sig. Það er þó eindregið mín skoðun að hvað vefjagigt varðar, sem og marga aðra svokallaða lífstílssjúkdóma, að við getum  gert ótrúlega hluti með réttum matarvenjum og hreyfingu. Þá er maturinn 80-90% og hreyfingin fullkomnar það svo.

Núna er ég reynslunni ríkari og búin að læra eitt og annað um næringu og heilbrigt líf, bæði í námi í Þýskalandi og hjá IIN og vil gjarnan hjálpa öðrum við að ná árangri með heilsuna, hvort sem það er til þess að linna verki í kroppnum, laga meltinguna, breyta fæði og bæta lífsstíl, losna við slen og þreytu. Einnig er gott að fá stuðning og ráð ef maður vill einfaldlega bæta sig til að vera besta hugsanlega útgáfa af sjálfum sér 😀

Hér má sjá hvað ég býð uppá og hérna eru mínar áherslur hvað varðar heilsumarkþjálfun.

Hafið samband og fáið 1 klst viðtal ykkur að kostnaðarlausu ef þið hafið áhuga á að vita meira!  😀

Auglýsingar

10 athugasemdir við “Vefjagigt, er hægt að draga úr einkennum ?

 1. Frabært Hrønn, meirihattar ad tu deilir tessu med ødrum. Tad turfa fleiri ad vakna til lifsins her og skilja ad læknaheimsoknir geta verid storhættulegar fyrir likamann og madur vildi oska ad fleiri læknar (tad eru nokkrir ørfair farnir ad taka vid ser) tyrftu ad byrja endurskoda alla stettina – flott hja ter Hrønn.

 2. Vil bæta vid – ad hvert einasta skipti sem eg kaupi tilbuinn mat – fæ eg illt i magann – en ef eg by til matinn fra grunni – heima – ta er tad mesta i stakasta lagi. Tilbuinn matur fullur af aukaefnum = illt i maganum og likaminn bolginn (aukavatn og hreinlega bolgur), er med hita – sma hita. Med hreinum mat an sterkju, sykurs og aukaefna – ta er madur i rosalega godu formi. Ekki alltaf einfalt tvi budirnar eru fullar af ruslmat sem i raun er ekki manneskjumatur. Tar ad auki vantar okkur veitingastadi sem bjoda upp a „skyndimat“ fyrir okkur sem tolum ekki ruslmat. 🙂

  • Hæ Hrefna,
   ég er hjartanlega sammála þér og já það er ekki alltaf auðvelt að kaupa í matinn, hvað þá ef maður vill eitthvað fljótlegt 😉 Ég hugsa oft um svona skyndibitastaði, held ég sé að flytja á alveg réttan stað með því að fara á SV hornið 🙂

 3. Flott grein hjá þér Hrönn
  Mín reynsla með vefjagigtarsjúklinga er einmitt sú að einungis þeir sem breyta lífstíl sínum ná bata (eða bötnun) af þessu ástandi.
  Eitt sem mig langar þó að benda á í þessari grein sem er klassísk mistök. Þú segist þola bjór vel, og það er einmitt sá drykkur sem er í uppáhaldi hjá þér. Það er einmitt algengt að fólk ýtir „uppáhalds“ hlutunum sínum til hliðar þegar kemur að gagnrýna hvað er vont fyrir sig. Ég persónulega hef aldrei í minni vinnu um vefjagigtarmanneskju sem þolir bjór, hann hefur nánast allt sem fólk í þessari stöðu þolir ekki. Einföldustu kolvetni, gerjaður, glúten. Ein mesta basic regla sem til er í að skoða neyslumynsturs fólk er að ef eitthvað er „uppáhalds“ „borða alltaf“ „elska að borða“ þá er það oft eitthvað sem er vert að skoða sem stóran þátt í að viðhalda vandamáli. Mjög margir halda inni einum „satisfaction food“.
  Just a food for thought
  Halli Magg osteópati

  • Takk fyrir Halli:)
   Já ég þekki reyndar þetta með að það er oft uppáhalds matur/drykkur sem maður þolir svo illa og það eru t.d. mjólkurvörur í mínu tilfelli (að minnsta kosti). Svo er ég með ofnæmi fyrir sítrus en það uppgötvaðist með aðstoð starfsfólks í apótekinu hér yfir nokkrum árum (í Þýskalandi), eitthvað sem kom ekki fram í prófum 😉 En ég er búin að reyna ýmislegt þegar kemur að þessu með bjórinn og þar virðist t.d. glútein ekki skipta máli, hef prófað glúteinleysi líka. Ég drekk samt bara bjór sem er „hreinn“ þ.e.a.s. bara 3 innihaldsefni sem er samkvæmt þýsku hreinlætislöggjöfinni !!! 🙂 Kannski þoli ég þetta svona með þvi að halda hinu öllu í lagi, hver veit 😉
   kveðja
   H
   p.s.
   ég ef mjög gaman af pistlunum þínum!

 4. Mér finnst mjög athyglisvert að lesa það sem fólk er að skrifa hér fyrir ofan, þá veit ég allavega að það eru fleiri sem líður illa, en mér 🙂

  • Jú það er ger í bjór 🙂
   Kannski er það bara hveitið sem ég fann fyrir, ég get ekki verið viss en með því að taka brauðið allt út, þá fór mest allur gerinn. Kannski hafði gerinn ekki mikil áhrif, get ekki verið viss. Þetta er bara mín líðan og reynsla 🙂
   Í dag eru orðin 6 ár síðan þetta gerðist og ég held mér góðri með því að sleppa brauðáti að mestu, borða alveg hreint (og fylgja öðru sem ég talaði um). Svo hef ég verið svo lánsöm að komast í 2 vikna detox 2svar sinnum síðan þá.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s