Þorskur á risotto

Hér er einn sparifiskur, enda er uppskriftin úr Landsliðsréttum Hagkaupa. Ég geri ekki allt alveg eins og í bókinni en uppskriftin er á bls 69 ef þið viljið fara alveg eftir henni. Svona til upplýsingar þá er mikið „sjávarbragð“ af þessum rétti.

Ef þið eigið allt til, þá er ekki nema í mesta lagi 1 klst sem fer í að elda en það er ekki hægt að útbúa þetta fyrirfram.  Uppskriftin dugir fyrir 3 -4 pers.

Screen Shot 2013-11-19 at 09.28.05

Græna maukið:

 • 2 sneiðar (frans)brauð
 • 1 msk hvítvínsedik
 • stórt búnt steinselja
 • 2 msk kapers
 • 6 stk ansjósur
 • 1 dl ólífuolía

Skella öllu í matvinnsluvél, eða nota töfrasprota og geyma aðeins.

Risotto:

 • 200 gr arborio hrísgrjón (þau eru fljótlegri í eldun en venjulegt risotto)
 • 2 stk skalottulaukar, saxaðir
 • 1 hvítlauksgeiri, saxaður
 • 1 msk ólífuolía
 • 1 dl hvítvín
 • 7,5 dl kjúklingasoð
 • 50 gr smjör
 • 2 msk parmesanostur

Mýkið laukinn í olíunni á pönnu, bætið hrísgrjónum saman við og steikið í smá stund. Hella hvítvíni yfir og sjóða í 1 mín., soði bætt saman við og hrærið í. Bætið græna maukinu saman við á samt smjöri og hrærið vel. Strá parmesan yfir þegar grjónin eru næstum soðin í gegn, mjúk að utan en smá bit í miðjunni.

2 þorskflök eða vænir hnakkar í bitum. Raða á olíusmurðan álpappír á bökunarplötu, salta smá og setja í 230 °C heitan ofn í 6,5 mín (hvorki meira né minna en þetta á við um millistærð á fiski).

IMG_4605

Raðið fisknum ofan á heitt risottoið á pönnunni, strá parmesan og saxaðri basiliku yfir og hendið kirsuberjatómötum yfir þegar þið berið þetta fram.

Þetta er saðsamur matur og ég var ekki með neitt annað með. Salat skemmir þó aldrei 😉

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s