Pizzasósa

Mér finnst heimagerð pizzusósa lang best og með þvi að gera hana svona, er ekki hægt að segja annað en pizzan sé full af hollustu og það er í góðu lagi að leyfa börnum að fá svona oftar en einu sinni í viku ef svo ber undir. Þetta er einnig afar góð uppskrift þar sem eru börn sem vilja ekki grænmeti, þetta er jú bara pizzasósa 😉

IMG_4607

 • 1 tsk kókosolía
 • 1/2 laukur, smátt saxaður
 • 2 msk rauð paprika, smátt söxuð
 • lítil gulrót, smátt söxuð
 • 1 dós niðursoðnir tómatar, helst lífrænir og best er ef maður fær þá í glerkrukku
 • 2 msk tómatpurré
 • 1 dl vatn
 • 1 tsk turmerik
 • 1 msk oregano
 • salt og pipar
 • 1-2 hvítlauksrif, marin

Laukur, paprika og gulrót mýkt í heitri olíu, öllu nema hvítlauskrifjum bætt í, hitað og látið malla í ca 7 mín. Slökkva á hitanum og hvítlauk bætt í. Ég skelli töfrasprota á þetta í lokin og geri sósuna jafna svo að það sé „ekkert“ grænmeti í 😉 Svo er bara að henda í speltbotn, sem tekur ekki langan tíma, baka, smyrja með sósu og uppáhaldsálegginu !

IMG_4609

IMG_4613

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s