Milli jóla og nýárs

Jólin eru dásamlegur tími, ég hreinlega elska að fylla húsið af skrauti og ljósum, kveikja á kertum og spila fallega tónlist.  Svo bakar maður eða býr til eitthvað gómsætt til að maula á, jú það má nú aðeins leyfa sér á þessum tíma 😉 Við borðum líka oft meira fyrir jólin, það eru jólaboð og hlaðborð, sumir hittast til að skrifa jólakort eða föndra og þá er nú gott að eiga smákökur eða eitthvað gómsætt til að narta í. Svo er víða haldið uppá „litlu jólin“. Loksins þegar jólin ganga í garð erum við búin með flest allar smákökurnar og kannski meira til…. Mörg hver erum við búin að fara á jólahlaðborð, sumir jafnvel á tvö eða þrjú og svo eru einhverjir hittingar; vinkonur, vinir, saumaklúbbar, mömmuklúbbar, matarklúbbar, sundklúbbar, kórar ofl. ofl.

Screen Shot 2013-11-17 at 14.21.44

Þá koma loksins blessuð jólin, Þorláksmessa með einhverju góðgæti,  Aðfangadagur með flottri veislu, jóladagur með annari veislu – stundum fleiri en einni, kaffiboð, matarboð eða afgangar á annan í jólum og með öllu þessu er yfirleitt boðið uppá konfekt eða annað nammi og jafnvel smákökur. Ég tala nú ekki um maltesínið, gosið og áfengið.   ÞVÍLÍK HIMNASÆLA 😀     Svo er jafnvel helgi sem hittir á milli hátíða og hægt að gera eitthvað gott 😉 Áramótin eru alltaf svo geeeðveik, það eru svo margir að fagna nýju ári og þakka fyrir það gamla að það byrja veisluhöld hjá mörgum þann 30. des, flottur „starter“ fyrir Gamlárs 😉   Gamlársdagur er risapartý og mikið um kræsingar og gleði. Ekki má gleyma nýjársfögnuðum sem byrja svo 1. jan eða fyrstu dagana í janúar og svo í lokin, fögnum við endalokunum á þessu öllu á Þrettándanum með veislu!!!!

Screen Shot 2013-11-17 at 14.23.30

Það er ekki skrýtið að sumir lendi í langri og stundum erfiðri „þynnku“ eftir jólasukkið því það stendur oft yfir í alltof langan tíma!  Málið er að:

Það skiptir ekki máli hvað við gerum milli jóla og nýárs, heldur hvað við gerum milli nýjárs og jóla.  

Látum þessi skilaboð hér fyrir neðan eiga við um jólahátíðina sjálfa, 5-7 daga, ekki margar vikur 😉

Screen Shot 2013-11-17 at 12.40.13

Flest viljum við vera í góðu formi og líða vel í eigin skinni, margir leggja mikið á sig til að komast í gott form og ótrúlega margir fara í extra átak fyrir jólinn (til að komast í kjólinn….).  Auðvitað á það ekki bara að vera  í lagi að bæta á sig  nokkrum kílóum um hátíðarnar. Hugsum betur um heilsu okkar en það.  Hvernig væri að reyna að draga úr, þó ekki væri nema sykurátinu, á þessum árstíma. Einnig er mjög góð regla að drekka ekki hitaeinigar, láta nægja að borða þær -svona að öllu jöfnu.  Sumir segja að það sé allt gott í hófi en þetta hóf má ekki standa yfir í 6 vikur eða meira, það er hrikalegt óhóf.  Verum allavega meðvituð um hvað við látum ofan í okkur, dugleg að hreyfa okkur og fá ferskt loft. Hvað er skemmtilegra en að taka fjölskylduna í góða göngutúra og njóta samverunnar á þessum tíma.

Screen Shot 2013-11-17 at 14.28.47

Hugsið ykkur hvað það væri gott að vera algjörlega laus við samviskubit OG aukakíló þegar jólahátíðinni lýkur. Vera bara í góðu formi og endurnærður eftir gott frí. Ég er ekkert að tala um að sleppa veislum eða skemmtilegum hittingum vina, kunningja, vinnufélga og/eða fjölskyldu. Bara að vera örlítið vakandi og muna að þó að við smökkum, þá þurfum við ekki að borða 5 eða 10 smákökur í hvert skipti sem boðið er uppá slíkt. Það er heldur ekki dónaskapur að segja nei takk 😉 Einnig er gott að taka „létta“ daga inn á milli og láta grænmeti og annað léttmeti nægja.

Það er líka gott að hafa í huga að allur reykti maturinn inniheldur mikið salt og þegar saman kemur mikið af unnum matvælum, sykri og hveiti  þá getur útkoman ekki verið góð, amk ekki hjá mér og ég veit að þetta á við um marga aðra.

Munum bara elskurnar að við getum alveg haft það gott þó svo að við séum ekki stöðugt raðandi í okkur góðum mat og sætindum. Njótum samverunnar og leyfum okkur aðeins en ekki halda uppá jólin í margar vikur með áti. Við verðum að slaka á einhversstaðar.  Og annað, þegar við borðum  – verum þá meðvituð um það.  Ekki setjast niður og lesa bók og galdra heilan konfektkassa í burt á meðan. 😉

Njótum þess að vera til, vera saman og vera góð við okkur sjálf, drekkum mikið af vatni og ekki misbjóða líkamanum okkar með því að troða endalaust í okkur og setja kerfið úr skorðum þó að það sé gott að borða 🙂

                                                                                                                                      Gleðilega hátíð 🙂

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s