Linsubaunasúpa fljótleg og einföld

Linsubaunir

Linsubaunir eru ótrúlega „auðveld og einföld“ matvara ef við stillum þeim upp við hlið annarra þurrkaðra bauna. Þær draga auðveldlega í sig bragð af öðrum mat og kryddum, hafa mikið næringargildi og það er hægt að nálgast þær allt árið um kring.

Screen Shot 2013-11-05 at 16.02.04

Linsur eru ríkuleg uppspretta af kólesteról lækkandi trefjum og ekki bara það, heldur eru þær einstaklega hjálplegar við að koma jafnvægi á blóðsykurinn. En hátt trefjainnihald kemur í veg fyrir að blóðsykurinn hækki hratt eftir máltíð. Þetta er þó langt frá því að vera allt það sem linsubaunir hafa uppá að bjóða. Þær innihalda ríkulega af 6 mikilvægum steinefnum, tveimur tegundum af B vítamíni og próteini.  1 bolli af soðnum linsubaunum inniheldur einungis 230 hitaeiningar sem gerir þær að algjörri næringarbombu sem fyllir vel á tankinn án þess að þú fyllir of vel út í buxurnar 😉

Hér má sjá allt um þessar töfrabaunir og  hvert næringarinnihald þeirra er!

Hér er einföld og tiltölulega fljótleg uppskrift af linsubaunasúpu sem ég geri annað slagið en þó sérstaklega þegar fer að hausta. Góðar matarmiklar súpur eru svo passandi fyrir þennan árstíma.

 • 2 stórir laukar, saxaðir
 • 2 stórar gulrætur, sneiddar
 • 2 hvítlauksrif, söxuð
 • 4 msk hrísgrjón
 • 3 msk góð olía

Steikja laukinn í stórum potti í smá stund. Bæta gulrótum, hvítlauk og hrísgrjónum í og hita vel.

 • 350 gr rauðar linsubaunir
 • 200 ml tómatmauk (þykkni)
 • 1,5-2 tsk cummin, malað
 • 1/2 tsk turmeric
 • 2 lítrar vatn
 • salt og svartur pipar

Ofangreindu er bætt í pottinn og látið sjóða í 30 mínútur. Þegar suðutíma er lokið er súpan mixuð, annað hvort að skella töfrasprota í pottinn eða setja í blandara. Salta og pipra og kannski smá cayenne á hnífsoddi.

Súpan er borin fram með sítrónusafa sem er alveg nauðsynlegur en ALLS EKKI setja hann í pottinn. Hver og einn getur sett slettu á diskinn sinn.

Screen Shot 2013-11-05 at 16.01.12

 

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Linsubaunasúpa fljótleg og einföld

 1. Bakvísun: Linsubauna og grænmetissúpa með indverskum keim | Hrönn Hjálmars

 2. Bakvísun: Sætkartöflu og linsubaunasúpa fá J.O. | Hrönn Hjálmars

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s