Bananabrauð, hollt og gott

Ég hef aldrei verið mikið fyrir að baka. Engu að síður þá baka ég stundum brauð og þá vil ég hafa það hollt brauð 😉

Ég er frekar íhaldssöm þegar kemur að bakstri, held mig við það „gamla“ sem virkaði og var gott  því að það mistekst svo oft hjá mér þegar ég fer að prófa nýjungar.  Ég á litla bökunarbók sem ég hef safnað vel lukkuðum uppskriftum í gegnum tíðina og finn enga löngun hjá mér til að breyta eða bæta – þetta virkar einfaldlega svona.

Stundum eru bananar hér aðeins of lengi á borðum og þá annað hvort tek ég af þeim hýðið, sker í bita og hendi í frost fyrir síðari tíma morgunþeytinga eða ef að ég á amk 3 stk, þá baka ég brauð.  Ofurhollt brauð sem má borða án samviskubits – hvenær sem er.

IMG_4488

 • 1 bolli fínt spelt
 • 1 bolli gróft spelt
 • 1/2 bolli hafrar
 • 1/2 bolli sesamfræ
 • sléttfull tsk salt
 • 1 tsk matarsódi
 • 3 bananar
 • 2 egg

Henda þurrefnum í skál.   Stappa banana og egg saman og blanda svo öllu saman.  Setja í brauðform og baka á 180 °C í 50 mínútur.

Gott að vefja inní klút/viskustykki á eftir og láta kólna.  Hér elska krakkarnir þetta með smjöri, já og við hin líka 😉

English version:

When I have too many full ripe bananas, I sometimes cut them in pieces and keep them in the fridge for to use later in smoothies OR I make bread, healthy and good tasting.

 • 1 cup (150 grams/5,2 ounces) fine spelt
 • 1 cup (150 grams/5,2 ounces) coarse spelt
 • 1/2 cup rolled oats
 • 1/2 cup sesame
 • 1 tsp salt
 • 1 tsp sodium bicarbonate
 • 3 bananas
 • 2 eggs

Mash the bananas with a fork and mix it with the eggs.  Put other ingredients in a bowl and then mix all together.  Bake in a loaf pan for 50 minutes on 180 °C / 350 F.

Tastes delicious with salted butter :p

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s