Steinaldarfæði og kólesteról

Langar að segja aðeins frá minni reynslu af steinaldarfæði og hvað varð til þess að ég prófaði að fylgja því fæði um tíma.

Síðastliðin 4-5 ár hef ég stöðugt verið að bæta mataræði mitt til hins betra. Þetta hefur gerst hægt og rólega – enda á þetta að vera hluti af bættum lífsstíl, gert til að endast og því engin bylting frá einum degi á annann 😉

Maðurinn minn hann Gunni hefur alltaf fylgt mér og satt að segja gengið mun betur að „halda sig á mottunni“, það er ég sem sé um hliðarsporin 😉

Fyrir tæpum tveimur árum síðan mælist hann svo með allt of hátt kólesteról ( 7,7 mmol/l).

Screen Shot 2013-10-28 at 21.06.12

Heilbrigður var hann að öðru leyti, hreyfði sig (kannski ekki reglulega en samt) og borðaði hollt, þ.e.a.s. nánast engan sykur og hvítt hveiti.  Læknirinn skrifaði strax uppá lyf en hann bað um 2-3 mánuði til að reyna að lækka þetta sjálfur.  Þetta var í byrjun desember svo að við ákváðum að leyfa jólunum að líða og njóta alls þess sem þau hafa uppá að bjóða enda mældist HDL (góða kólesterólið) mjög hátt líka og óþarfi að panika. Við erum þó ekki að tala um að raða í sig smákökum og sælgæti…..!

Ég las mig aðeins til um Paleo mataræði eða steinaldarfæði og ákvað að það væri alveg þess virði að prófa.  Þetta þýddi að við myndum borða það sama og steinaldarmenn borðuðu, ja fyrir utan mammúta kannski 😉    en bara óunna, náttúrulega matvöru.  Það má ekki borða mjólkurvörur, morgunkorn, baunir, sterkju eða unnar matvörur, brauð er að sjálfsögðu meðtalið en þar til landbúnaður kom til sögunnar, fyrir um 10 þúsund árum, borðaði maðurinn ekki kornvörur. Áfengi kom einnig lítið við sögu á steinöld 🙂

Screen Shot 2013-10-28 at 21.01.30

Þetta var smá höfuðverkur til að byrja með og ekki svo einfallt þar sem maður notar ótrúlega oft mjólkurvörur í mat og hvað er auðveldara en að fá sér brauðsneið með smjöri og osti þegar það vantar tíma og hugmyndir af öðru.  Ég játa þó að ég notaði niðursoðna tómata í dós og mjög oft var ég með kókosmjólk sem er í lagi þrátt fyrir að koma úr dós 🙂   Ég eyddi meiri tíma í eldhúsinu en venjulega, sem mér fannst ekki leiðinlegt og ég endaði mjög oft í einhverskonar austurlenskum réttum.  Uppistaðan var þó mikið af grænmeti, eggjum, kjöti og fiski ásamt helling af góðum tómatsósum, kókosmjólk og kókosolíu.  Einnig gerði ég hrökkbrauð úr fræjum ýmiskonar.

Við fylgdum þessu fæði alveg í 5 vikur og svo var aðeins slakað á um helgar mánuðinn á eftir. Gunni  fór svo í mælingu að þessum tíma liðnum og voru ÖLL blóðgildi eðlileg. Kólesterólið hafði lækkað um ca 3,5 og mældist hann með rúma 5.

Hvað það var sem olli svona háu kólesteróli er ekki hægt að segja nákvæmlega en hugsanlega hafði mikil streita einhver áhrif. Þrátt fyrir það er augljóst að mataræðið hafði allt að segja þegar kom að því að lækka það aftur.

Nú er ég ekki að segja að paleo mataræði sé lausnin á öllu og fyrir alla. Fullt af fólki fer aðrar leiðir í átt að heilbrigðum lífsstíl sem geta einnig virkað mjög vel.  Sumir fylgja t.d. þessu mataræði ásamt því að taka inn baunir og aðrar belgjurtir þar sem þær eru afar ríkar af próteinum og öðrum góðum næringarefnum.  Einhverjir taka út dýraafurðir á meðan aðrir skera niður kolvetnin.   Fleiri leiðir er hægt er að fara og verður hver og einn að finna hvað honum hentar en það eru svo margir þættir sem liggja að baki því hvað það er sem passar hverjum og einum.

Eitt eiga þó þessar mismunandi aðferðir í að viðhalda heilbrigðum lífsstíl sameinginglegt:  Unnin matvara (pakkamatur, frosnir réttir, kökur, kex, snakk….), sykur og hveiti eru nánast bannvara  og fyrir suma eru mjólkurvörur og glútein á bannlista líka.  

Þetta snýst alltaf um það sama:  

borðum hreina, óunna fæðu,

forðumst óhollar olíur

en tökum inn þær góðu

Svo skulum við ekki steikja matinn okkar í drasl.

Máttur matarins er mikill og við erum svo sannarlega það sem við borðum.  Fyrir rúmum 4 árum losnaði ég við öll einkenni vefjagigtar (sem er efni í annan pistil) og hef haldið því þannig að mestu.  Því mun ég ekki hika við það í framtíðinni að reyna hvað ég get að halda mér og fjölskyldu minn heilbrigðri með matnum einum saman.

Screen Shot 2013-10-28 at 21.03.27

Við komumst nefnilega ótrúlega langt með því að sleppa því að borða úr pökkum og skyndibita  og einbeita okkur að því að hafa alla okkar fæðu sem náttúrulegasta. Það að losa sig við unna matvöru, sykur og brauð að mestu kostar þolinmæði og vinnu og ekki eitthvað sem gerist á einum degi eða einni viku.  Byrjið smátt og takið lítil skref – þetta kemur allt 😉

Þetta kostar allt vinnu og vilja en hvað gerir maður ekki þegar heilsan er í húfi ??    

Það er í flestum tilfellum engin lausn að taka inn lyf, þau geta jú stundum hjálpað og fyrir suma geta þau verið lífsnauðsynleg, en þau munu aldrei vinna á meininu sjálfu þrátt fyrir að hemja einkennin.  

Látum matinn vera lyfin okkar og lyfin vera matinn !

Ef þú ert ein(n) af þeim sem langar til að breyta mataræði þínu og lífsstíl til hins betra og vilt fá ráðgjöf, stuðning og fræðslu þá endilega hafðu samband.

Hér má lesa það sem ég býð uppá.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s