Quinoa – aðalréttur, meðlæti og afgangar

Quinoa er tiltölulega nýtt fyrir okkur þrátt fyrir að hafa verið notað í um 6 þúsund ár.  Það á uppruna sinn að rekja til Andesfjalla í S-Ameríku og trúðu  Inkar  því að uppskeran væri heilög. Því kölluðu þeir quinoa chisaya mama sem þýðir móðir allra korntegunda.

Ég elska þetta korn og nota það  mikið en það er bæði meinholt og afskaplega gott 🙂

 

Screen Shot 2013-10-21 at 14.12.12

Próteininnihald er mjög hátt eða 12-18%. Það er góð uppspretta trefja, fosfórs og er hátt í magnesíum og járni, einnig inniheldur það sink, kopar, mangan og Omega 3 fitusýrur. Quinoa er glúteinlaust og talið auðmeltanlegt.  

Það er hægt að nota þetta frábæra korn í svo ótal margt, ég nota quinoa bæði með kjúklingaréttum og fiski, oft þá í stað hrísgrjóna. Einnig baka ég holla eplaköku úr þessu korni og svo elska ég að henda því á pönnu með grænmeti og því sem ég finn í ísskápnum.

 

Screen Shot 2013-10-21 at 14.11.49

Til að gefa ykkur hugmynd, þá er hér „uppskrift“ af quinoa sem var afgangs hjá mér og ég henti á pönnu í hádeginu ásamt því sem fannst í ísskápnum.

 

IMG_4251

  • Kúrbítur
  • Paprika
  • Gulrót
  • Laukur / blaðlaukur
  • Olía
  • Turmerik
  • Salt og pipar

Skorið niður og hent á pönnu með smá olíu. Mér finnst voða gott að nota sesamolíu í þetta. Láta krauma í smá stund og bæta þá soðnu quinoa útí ásamt turmerik salti og pipar.

Borðað með smá Tamarind eða soyasósu  😀

Auglýsingar

3 athugasemdir við “Quinoa – aðalréttur, meðlæti og afgangar

  1. Bakvísun: Kalkúnafylling – sú besta ! | Hrönn Hjálmars

  2. Bakvísun: Heitur quinoagrautur | Hrönn Hjálmars

  3. Bakvísun: Quinoa Tabbouleh | Hrönn Hjálmars

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s