Lax með kóríander

Finnst lax svo góður, vil þó ekki flækja málin mikið og týna bragðinu af honum 😉
Átti „óvart“ svo mikið af kóríander þannig að ég varð að finna leið til að nota uppáhalds kryddjurtina mína með uppáhalds fiskinum mínum 😛

IMG_4256

Marinering og sósa

  • 2 bollar saxað kóríander
  • 1/2 bolli ólívuolía
  • salt og pipar
  • 2 hvítlauksrif
  • safi úr 1/2 lime

Setja allt í mixer (töfrasproti!) og nota hluta til að dreifa yfir laxabitana, ca helming. Ég var með u.þ.b. 800 gr. af laxi og lét þetta standa í svona 20-30 mín.

Eldurnaraðferðin mín á laxi er alltaf sú sama eða í NÁKVÆMLEGA 6 -6,5 MÍNÚTUR á 230 °C  og það er möst að taka tímann!

IMG_4258

Meðlætið er ekki flókið:
-Sætar kartöflur, skornar í teninga, slatti af hálfum hvítlauksrifjum ásamt ólívuolíu og salti bætt í og blandað vel.  Nokkrar klípur af góðri kókosolíu bætt í og bakað á 180 gráðum í 45 mín.

-Brokkolí, sett í sjóðandi saltvatn í ca 1,5 mínútu

-Græn salatblöð og ruccola

-Rest af marineringu   (algjörlega ómissandi) !!!!!

 

Krakkarnir eru ekki mikið fyrir kóríander og því sleppti ég bara marineringu, sauð gular kartöflur og var með hvítlaukssmjör með.  Allir glaðir 😀

Þetta verður örugglega gert aftur 😛

IMG_4261

 

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Lax með kóríander

  1. Bakvísun: Hraðfiskur | Hrönn Hjálmars

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s