Cashewhnetu chutney

Fór á námskeið um daginn og lærði að gera nokkur chutney í anda Ayurveda.  Er ekki búin að fræðast nóg um Ayurveda en það er heildrænt indverskt lækningakerfi með það að markmiði að veita leiðsögn varðandi mataræði og lífsstíl svo þeir heilbrigðu geti áfram verið heilbrigðir og þeir sem eiga við heilsufarsvandamál að stríða geti bætt líðan sína.

Að minnsta kosti var allt gott sem ég bjó til og smakkaði en þetta chutney stóð algerlega uppúr. Veit ekki hvað það var sem gerði það svona gott þar sem þetta eru ekki svo bragðmikil innihaldsefni en þetta er meinhollt og já – rosalega gott  🙂

 

IMG_3687

  • 2-3 handfyllir af cashewhnetum (gæti verið jarðhnetur eða furuhnetur
  • búnt af blaðsteinselju
  • 1 chili, saxaður (fer eftir styrkleika og þoli viðkomandi hversu mikið/lítið af fræjum er með)
  • Svartur pipar
  • Cummin
  • Salt
  • Hrein jógúrt (ekki slæmt að nota gríska)

Allra best er að mala sjálfur cummin og svartan pipar í mortéli, ef það er ekki hægt þá er bara að nota þetta tilbúið í duftformi og magn eftir smekk.  Hugsa að það sé kannski um 1/2 tsk cummin og 1/4 pipar.   Allt sett í matvinnsluvél og maukað EÐA nota töfrasprota í verkið.

Þetta passar vel með kjúlla og hrísgrjónum, brauði eða bara hverju sem er 😛

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s