Speltbrauð – það allra einfaldasta

 

IMG_4163

Ég er svona að mestu leyti hætt að borða brauð.  Fyrir einhverjum árum byrjaði að baka mitt eigið brauð úr spelti en hjá mér eins og svo mörgum öðrum, þá fer speltið mikið betur í maga heldur en brauð úr hveiti og geri (sem og heilhveiti, rúgi og ýmsu öðru).  Í dag  baka þetta brauð sjaldnar þar sem ég hef minnkað brauðátið enn frekar.  EN!  þegar ég vill gott brauð, þá skelli ég í eitt svona. Undirbúningur er 10 mínútur og svo beint í ofninn 🙂

Þessa uppskrift hef ég notað frá upphafi og er hún eins einföld og hugsast getur og brauðið alveg himneskt.  Það er ótrúlega auðvelt að breyta uppskriftinni með því að bæta við eða skipta út korni. Stundum set ég fullt af hörfræjum sem mér finnst mjög gott og svo er hægt að blanda fínu og grófu spelti.  Deigið er eins og þykkur grautur þannig að þegar maður breytir, þá er bara að bæta vökva eða þurrefnum þannig að rétt áferð náist.  Bara passa að hafa það ekki of þykkt/þurrt en það verður ekki eins gott þannig.

  • 5 dl Grófmalað spelt (eða blandað fínt og gróft)
  • 3 tsk vínsteinn (eða lyftiduft)
  • 1,5 tsk sjávarsalt
  • 2 dl fræ (sesam, sólblómafræ, graskersfræ, hörfræ, chiafræ eða jafnvel kókos ofl.)
  • 1,7-2 dl AB mjólk (soyamjólk eða annað fyrir þá sem þola ekki mjólk)
  • 1,7-2 dl sjóðandi vatn

Öllum þurrefnum blandað í skál, AB mjólk og sjóðandi vatni helt yfir og þessu blandað saman.  Hræra eins lítið og hægt er (bara rétt að láta þetta blandast).  Hér er einnig hægt að bæta einhverju góðu í s.s. Ólívum, sólþ. tómötum, kryddjurtum eða öðru.

Þessu er svo hellt í eitt form og bakað við 200 gráður í 25-30 mín.

Setjið brauðið á grind þegar það kemur úr ofninum, vefjið stykki/tusku utanum og látið kólna.  Þar sem þetta brauð er ekki gert úr neinu drasli, þá endist það ekki lengi og því tilvalið að skera í sneiðar og frysta. Ofsa gott að rista sér sneið og smyrja með annað hvort smjöri eða kókosolíu  😉

IMG_4164

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Speltbrauð – það allra einfaldasta

  1. Bakvísun: Graskerssúpa með hnetusmjöri | Hrönn Hjálmars

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s