Eru núðlusúpur í pökkum óhollar eða mjög óhollar ?

Screen Shot 2013-10-05 at 10.44.33

Núðlusúpur eru sennilega eitt það vinsælasta og ódýrasta sem fólk fær sér, hugsa að það sé að stórum hluta ungt fólk en þetta er afar hentugur skyndibiti þar sem allt sem þarf er í ódýrum poka og það þarf bara pott og vatn.  Jafnvel bara skál og örbylgjuofn (en örbylgjuhitaður matur er efni í annan pistil).
Ég er einlægur talsmaður þess að við verðum að forðast aukaefni en ég þekki það vel á sjálfri mér. Mig langar til gamans að sýna ykkur hvað svona pakki inniheldur, það eru svo  kannski einhverjar áherslubreytingar milli tegunda og merkja en undirstaðan er afar lík.

Ég hélt nú sjálf að núðlur gætu ekki verið flókið fyrirbæri. Hugsanlega hveiti, vatn, salt, bindi og rotvarnarefni en það er greinilega ekki málið.  Ekki nóg með að þær séu nánast með öllu næringarsnautt drasl (hveiti er næringarsnautt drasl) , þá eru þær fullar af eitri !!!  Hér kemur innihaldslýsing á Yum Yum kjúklinga núðlusúpu sem eru til allstaðar og athugið að þetta er bara lýsing fyrir núðlurnar sjálfar – ekki kryddið sem fylgir.

IMG_4047

 

 • Hveiti
 • Pálmaolía
 • Tapioca sterkja   
 • E-621  
 • E-627
 • E-631
 • Soyasósuduft
 • Glúkósasýróp
 • Maltodextrin
 • Litur: 150c

 

 

 

 • Sýra: E-330 (sítrónusýra)
 • Yeast extract
 • Salt
 • Acididy regulators:
 • E-452,
 • E-500,
 • E-501
 • Þykkir:
 • E-466
 • E-412

 

Ég ætla ekki að fara með einhverjar vísindalegar lýsingar á hverju fyrir sig en segi þó aðeins nánar frá ákveðnum efnum sem þarna er að finna.   

Bragðbætar (flavour enhancher) eru efni eins og MSG (monosodiumglutamate eða E-621)  sem við höfum oft heyrt talað um.  MSG hefur  stundum verið tengt ofnæmislíkum áhrifum sem nefnd hafa verið MSG fjöláhrif (MSG symptom complex), stundum kallað: „Chinese restaurant syndrome“. Þau lýsa sér með einu eða fleiri eftirtalinna einkenna:

 • Brunatilfinningu í aftanverðum hálsi, bringu og handleggjum,
 • tilfinningaleysi í aftanverðum hálsi og handleggjum,
 • kitlandi tilfinningu og hita í andliti, gagnaugum, hálsi og handleggjum,
 • stífni í andliti,
 • brjóstverk,
 • höfuðverk,
 • flökurleika,
 • örum hjartslætti,
 • öndunarerfiðleikum (fólk með astma),
 • syfju og sleni.

Þessi einkenni koma fram u.þ.b. klukkustund eftir að eftir að matvæla með MSG hefur verið neytt.

Screen Shot 2013-10-05 at 11.31.10

Ýmis önnur einkenni eru þekkt þó svo að ekki hafi verið gerðar stórar samanburðarrannsóknir en við megum ekki gleyma því að það er enginn sem leggur fjármuni í svoleiðis rannsóknir nema ef vera skyldi þeir sem eiga hagsmuna að gæta og þá er bara leitað að hentugum niðurstöðum.  Þetta er t.d.

Streita, ofvirkni, hegðunarvandamál hjá börnum, bjúgur, niðurgangur, breytingar á blóðþrýstingi,  ofl.

Á undanförnum áratugum, eða allt frá um 1970 hafa verið uppi umræður um hugsanleg skaðleg áhrif MSG. Fólk með astma sem ekki hefur tekist að meðhöndla, hefur kvartað yfir því að hann versni tímabundið eftir neyslu á matvælum sem innihalda MSG.

E-627 og 631 (einnig E-635) eru oft notaðir samhliða MSG því þeir eru sagðir geta margfaldað áhrif MSG allt að 15 fallt. Að sama skapi geta þeir sem eru viðkvæmir fyrir MSG fengið enn verri einkenni og orðið enn veikari.  Allir þessir bragðbætar valda því líka að við verðum sólgin í svona mat. Hver þekkir t.d. ekki að fá sér snakk og geta ekki hætt ?  Það er einmitt útaf svona efnum enda eru þau talin ýta undir offitu eða líkur á offitu.

Glúkósasýróp.  Til hvers þarf glúkósasýróp í núðlur ??? Þetta eru eingöngu kolvetni,  fljótandi form af sterkju sem er ýmist unnin úr hveiti, kartöflum eða hrísgrjónum.

Maltodextrin.   Aukaefni notað til að bæta bragð og lengja hillulíf.

Litur 150c. Karamellu litur..   afar nauðsynlegt í núðlur eða hvað 😉

Yeast extract. Er oft notað í tilbúnar matvörur sem innihalda ekki MSG – margir telja þetta eingöngu vera önnur hlið á sama pening.

Til gamans er hér innihaldslýsing á kryddinu sem fylgir súpunni en þar er óhollustan líka í fyrirrúmi

 • Pálmaolía
 • Salt og grænmeti (hvítlaukur og lauk-lauf)
 • E-621, E-627, E-631
 • Sykur, krydd, sýra (296)
 • Kjúklingabragðefni

Við erum semsagt að innbyrða hátt í 300 hitaeiningar af ýmiskonar drasli og eitri og næringarinnihald er af afar skornum skammti.  Hvað þýðir það ? Jú, við verðum fljótt svöng aftur því líkaminn kallar á næringu, alvöru næringu sem heldur lífi í frumunum okkar þannig að kerfið okkar geti starfað sem skyldi.

Svona matur skilar okkur kannski stundargleði og mettun í smá stund og ekkert umfram það, nema ef very skyldi auknar líkur á ýmsum sjúkdómum og kvillum síðar meir.  Málið er nefnilega að þessi eiturefni safnast upp í líkamanum og það kemur að því að það verður skaðlegt.  Þeir sem ekki þola þessi efni eru sennilega heppnari en hinir, því þeir þurfa að forðast þau.

Algjörlega afleidd fæða fyrir alla og ég tala nú ekki um íþróttafólk sem þarf mikla orku og vill ná árangri. Þetta er versta hugsanlega kolvetnaneysla sem til er, ásamt djúpsteiktum matvælum.

Ætlum við  í alvöru að láta svona drasl rústa okkur?  

Það er ótrúlega mikið af tilbúnum matvælum sem innihalda þessi efni en allt er þetta pakkamatur, unnin vara og því góð regla að kíkja á innihaldslýsingar ef fólk vill forðast þetta. Þessir bragðbætar eru merktir, eða heita:

 • Glutamic acid or Glutamate (E 620)
 • Monosodium glutamate (E 621)
 • Monopotassium glutamate (E 622)
 • Calcium glutamate (E 623)
 • Monoammonium glutamate (E 624)
 • Magnesium glutamate (E 625)
 • Natrium glutamate
 • Það sem er merkt  “hydrolyzed”
 • Öll  “hydrolyzed protein”
 • Calcium caseinate, Sodium caseinate
 • Gelatin, Textured protein
 • Yeast food , Yeast nutrient
 • Autolyzed yeast, Yeast extract
 • Vetsin, Ajinomoto

Screen Shot 2013-10-05 at 11.33.59

Ég veit alveg að svona matur sem og þessar súpur er góðar og margir sem segja bara “já en þetta er svo gott og fljótlegt”.  Málið er að það er ástæða fyrir því að við verðum sólgin í þetta og það er vegna þessara efna sem bætt er við, einmitt til að magna upp bragðið sem og rugla heilann í okkur þannig að okkur langar sífellt í meira.

Hvernig væri að staldra aðeins við og hugsa, við eigum nefnilega bara einn líkama, líkama sem er gerður fyrir alvöru mat en ekki pakkafóður og aukaefni.  Ef við förum illa með hann og hlöðum í hann ónýtu eldsneyti og efnum sem frumurnar okkar þekkja ekki, þá erum við að bjóða hættunni heim.

Borðum alvöru mat, mat sem verður til í náttúrinni, ekki í verksmiðjum.

Auglýsingar

5 athugasemdir við “Eru núðlusúpur í pökkum óhollar eða mjög óhollar ?

 1. Hér eru skólar eru farnir að taka fyrir núðlur sem nesti hjá börnum, einmitt út af ýmsu því sem þú tiltekur í pistlinum þínum. Hér braust út mikil spenna fyrir þessum „mat“ fyrir ca 2 árum en við kváðum það í kútinn mjög fljótlega 😉

  • Glúkóssýróp kemur mest úr erfðabreyttum mais og er talinn vera krabbameinsvaldandi.
   Núðlurnar sjálfar hafa legið í klórvatni til að leysa sterkjuna úr þeim, annars þurfa þær suðu sem er kostnaðarsöm í framleiðsluferlinu.

 2. Bakvísun: Vefjagigt, er hægt að draga úr einkennum ? | Hrönn Hjálmars

 3. Bakvísun: Vefjagigt, er hægt að draga úr einkennum? | Innihald.is | Þjóðmál – Afþreying

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s