Fiskur með banana og lauk í smjöri

Hér er einn gamall og góður sem ég gerði um daginn eftir mjög langt hlé.  Afar fljótlegur og þeir sem borða heita banana – borða örugglega þennan rétt 😉

IMG_4036

  • 2 þorsk (eða ýsu) flök
  • 1-2 bananar, í bitum
  • 2 laukar, í sneiðum
  • 100 íslenskt smjör
  • 2 msk ólívuolía
  • Fínt eða gróft spelti til að velta fisknum uppúr
  • Salt og pipar

Fiskbitum er velt uppúr speltinu og steiktur á pönnu í smá smjörklípu og pínu olíu (olían kemur í veg fyrir að smjörið brenni). Saltað og piprað. Sett á fat eða eldfastmót og breitt yfir á meðan þið gerið eftirfarandi:

IMG_4032

Rest af smjöri og olíu skellt á pönnuna og laukur og bananar settir saman við.  Velta þessu og steikja í smá stund eða þar til allt er orðið mjúkt og gott. Bæta við smjöri ef ykkur finnst ekki nóg af því. Hella þessu yfir fiskinn og bera fram.

Soðið brokkolí, kartöflur og kokteilsósa er gott sem meðlæti en ég læt mér nægja að borða grænmetið og sósuna.  Ég geri kokteilsósu úr sýrðum rjóma (stundum 30% feitum…), lífrænni tómatsósu og smá sinnepi.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s