Hreindýrabollur

Mamma mín sendi mér þessa uppskrift einhverntíman en þær geta bara vel heitið villidýrabollur þar sem það má nota annað villikjöt en hreindýr.  Ég er t.d. búin að nota hjartarkjöt mikið síðastliðin ár.

Þessi matur hentar fyrir alla fjölskylduna og meira að segja þau matvöndu 😉

IMG_3700

 • 600 gr. hakk
 • 100 gr. beikon, skorið smátt og steikt. Sett á eldhúspappír til að ná mestu fitunni af.
 • 1 egg
 • 1/2 dl mjólk
 • 1-2 tsk töfrakrydd
 • 100 gr. smurostur með sveppum(má nota hvað sem er )
 • 25 gr smjör
 • 1/1 tsk pipar salt.

Hræra saman hakki, beikoni, eggi, mjólk, sveppaosti, salti, pipar og kryddi.Mótið 10 – 12 litlar bollur og steikið á pönnu. Sett í eldfast mót.

IMG_3696

Sósa:

 • 100 gr rjómaostur
 • 2 1/2 dl rjómi
 • 2 d vatn

Rjómaosturinn og rjóminn sett á pönnuna og látið ostinn bráðna, þynnt með vatni og smá sósulitur ef fólki finnst ljósi liturinn fráhrindandi.

Nú er annað hvort að hella sósunni yfir bollurnar, setja í ofn (180°) í ca. 15 mín. Eða bara bollurnar í ofninn og bera sósuna fram sér.

Gott salat passar vel með þessu sem og soðið brokkolí og svo bæta við kartöflum fyrir þá sem vilja.

Bon appetit 😀

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s