Öðruvísi blómkálssúpa

Mér finnst blómkál og blómkálssúpa svo hrikalega góð og svo er hún svo fljótleg líka.  Samt hefur mér aldrei dottið í hug að gera annað en þessa einföldu rjómalöguðu !!  Langaði að finna eina sem væri mjólkurlaus en samt nægilega mettandi og datt þá niður á þessa uppskrift sem ég er búin að bæta aðeins 😉

IMG_3885

Fyrir 6-8 manns

 • 2 msk ólívuolía
 • 2 hvítir laukar þunnt sneiddir -EÐA blaðlaukur
 • 1 tsk salt
 • 4 hvítlauksrif, marin
 • 1 stór blómkálshaus, skorinn í stilka
 • 5 bollar grænmetissoð
 • 1,5 tsk kóríanderduft
 • 2 tsk cumin (duft)
 • 1/2 tsk turmerik (kurkuma), má líka vera 1 tsk rifin kurkuma rót
 • svartur pipar
 • 1 dós kókosmjólk (ekki fituskert)

IMG_3880

Hita olíu og mýkja laukinn ásamt saltinu í nokkrar mínútur. Minnka hitann, bæta hvílauk í og elda í 2 mín. til viðbótar.  Setja rest saman við, fyrir utan kókosmjólkina, hækka hitann og koma upp suðu. Lækka hitann og láta krauma í ca 15 mín. eða þar til blómkálið er orðið mjúkt.

IMG_3883

Núna er bara að skella töfrasprota í pottinn og mauka vel (eða setja í blandara). Bæta kókosmjólk í og hita. Smakka til með salti, pipar og meiri kryddum.  Líka gott að setja smá chiliflögur.

Til að „toppa“ súpuna á disknum er ýmislegt í boði:

1.  Grófsaxaðar cashewhnetur, ristaðar með smá sjávarsalti

2. 1/4 bolli gróft söxuð steinselja ásamt söxuðum cashewhnetum og svörtum pipar.

 

Blómkál flokkast sem eitt af hinu svokallaða cruciferous grænmeti sem eru þær grænmetistegundir sem alltaf er talað um í sambandi við forvarnir gegn krabbameini.  Blómkál inniheldur mikið af C-vítamíni, K-vítamíni og fólínsýru auk þess að innihalda fjöldann allan af öðrum næringarefnum sem eru góð fyrir líkamann. Það inniheldur omega 3 í formi ALA fitusýru og vinnur það með K-vítamíninu gegn bólgum í líkamanum. Túrmerikið vinnur svo auk þess líka gegn bólgum 😀

IMG_3881

 

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Öðruvísi blómkálssúpa

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s