Kókoskjúklingur með sætkartöflu salati

Fór í matarboð hjá bróður mínum og mágkonu þegar ég var í sumarfríi í 740 Paradís og það er engin lygi að segja að öll mín fjölskylda eldar alveg skuggalega góðan mat.  Það sem meira er að þetta er nánast undantekningalaust hollur matur líka þannig að maður má aðeins sleppa sér 😉
Þessi matur er einn af þeim réttum sem er of góður til að deila ekki með öðrum 😉  Þetta er ekki of flókið að gera, en er samt alveg svona helgarmatur en þá gefur maður sér nú aðeins meiri tíma til að nostra við matinn og njóta matseldarinnar.

Kjúllinn

 • 1 heill stór kjúklingur
 • 3 msk. kókosmjöl
 • 3 msk. saxaðar möndlur
 • 1 msk. fiskisósa
 • 1/2 dl. ólífuolía
 • 3 msk. sítrónusafi
 • handfylli ferskt kóriander, saxað
 • 2 msk. gott fljótandi hunang
 • 1 tsk. turmerik
 • 2 hvítlauksrif, kramin eða rifin
 • salt og piparIMG_3655

Byrjið á því að klippa hrygginn úrkjúklingnum þannig að hann fletjist auðveldlega út.Setjið kjúklinginnútflattann í eldfast form.

Blandið öllu samansem á að fara í marineringuna og smyrjið því á kjúklinginn.

IMG_3656

Leyfið þessu að marinerast í a.m.k. klukkustund. Hitiðofninn í 180° og eldið neðarlega í 90 mínútur eða þangað til kjúklingurinn ersafaríkur og algjörlega tilbúinn. Ef ykkur finnst hann vera farinn að brúnastof mikið er ekkert mál að skella smá álpappír eða loki yfir hann.

 IMG_3661

Sætkartöflusalat

1 stór sæt kartafla

(Sætar kartöflur eru nú misstórar og hérna er átt við ansi stóra kartöflu….. )

Skerið sætu kartöflurnar í frekar smáa teninga og setjið áofnplötu með ólífuolíu, salti og pipar. Bakið við 180° í 45 mínútur.
Þið setjið kartöflurnar í ofninn með kjúllanum, 45 mín. áður en hann á að vera tilbúinn þannig að allt er á sama tíma.

Á meðan þetta mallar í ofninum, búið þið til „salatið“ og sósuna sem er blandað saman við kartöflurnar í lokin.

Salatið:

 • 2 cm. bútur af blaðlauk, smátt saxaðir
 • 3 msk. rúsínur
 • 50 gr. pecan hnetur
 • lítil handfylli söxuð steinselja
 • lítil handfylli saxað kóriander
 • 1 lítið þurrkað chilli, mulið í mortéli

IMG_3660

Sósan

 • 4 msk. ólífuolía
 • 2 msk. gott fljótandi hunang
 • 1 msk. balsamik edik
 • 1 msk. sítrónusafi
 • 2 msk. appelsínusafi
 • 2 cm. bútur af engifer, fínt rifið
 • 1/2 tsk. kanill
 • pínu salt

Blandið þessu vel saman og hellið yfir kartöflurnar þegarþær koma sjóðheitar úr ofninum.

Athugið að engin sósa er með þessum rétti en ekki klikka áað skafa allt úr eldfasta forminu og setja í skál á borðið!

Ekki skemmir að fá sér gott rauðvín með þessu 😉

IMG_3666

Fyrir þá  sem eru ekki mikið fyrir sætar kartöfur þá er bara að sjóða venjulegar kartöflur og steikja á pönnu (í smjöri) með góðu kryddi og steinselju.  Rjómalöguð gamaldags kjúklingasósa fullkomnar þetta hja þeim börnum sem eru ekki mikið fyrir framandi bragð 😉

Það var borið sítrónusalt fram með matnum og er það eitt besta salt sem ég hef bragðað.  Maldon myndi líka alveg gera sig.

IMG_3664

Auglýsingar

5 athugasemdir við “Kókoskjúklingur með sætkartöflu salati

 1. Gerði þrefalda uppskrift af þessum rétti á sunnudaginn og þessi réttur sló alveg í gegn hjá öllum í stórfjölskyldunni og líka hjá börnunum mínum (9 mánaða og 3ja ára). Það var smá afgangur svo ég blandaði kjúklingnum við salatið og þetta var sko ekki verra kalt daginn eftir:-)
  Takk fyrir að deila þessari frábæru uppskrift með okkur

 2. Bakvísun: Sætt kartöflukonfekt | Hrönn Hjálmars

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s