Fiskiklattar

Það er fátt betra að gera við fiskiafganga og kartöflur en að búa til borgara sem krakkarnir eru brjáluð í 🙂
Auðvitað má sjóða fisk og kartöflur og útbúa þetta en það er alveg tilvalið að nota afganga og búa til nýjan rétt úr þessu ólýsanlega flotta hráefni sem fiskurinn okkar er.  Ég lærði þetta af mömmu minni en hef þó bætt þetta aðeins og uppfært til að auka hollustuna.

Uppskriftin þarf alls ekki að vera svo nákvæm, þetta er bara svona u.þ.b. og má vera minna af fiski og meira af kartöflum eða öfugt. Ég set soðið brokkolí þar sem dóttir mín borðar ALLS EKKI grænmeti og hvað þá brokkoí 😉   Bara að stappa vel saman við og kalla þetta grænar kryddjurtir sem gefa gott bragð, þá er þetta borðað með bestu lyst.

IMG_3643

500 gr soðinn fiskur

500 gr soðnar kartöflur

2 egg

100-200 gr soðið brokkolí

ca 5-6 msk gróft spelt

2 msk sesamfræ

Salt & pipar

Krydd (Best á allt, Töfrakrydd eða annað eftir smekk)

Stappið fisk, kartöflur og brokkolí saman, það þarf ekki að vera alveg í mauk (nema kannski grænmetið…).

IMG_3637

Bætið restinni saman við og passið bara að þetta sé ekki of blautt. Það þarf að vera hægt að móta (klístraða) klatta og skella þeim á pönnuna.

IMG_3638

Þetta er gott bara eitt og sér. Krakkarnir borða lífræna (og nánast sykurlausa) tómatsósu með og svo má bara nota hvað sem er með þessu.  Gott salat er sígillt og svo er ég einstaka sinnum með hamborgarabrauð sem krakkarnir elska 😀

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s