Magnesíum, mikilvægi og merki um skort

Við þekkjum mörg hver hversu gott magnesíum er til að slaka á og sofa betur,  algengt er að vefjagigtarsjúklingar noti þetta og auðvitað mikið fleiri þar sem þetta er gott t.d. við krömpum og sinadrætti ásamt því að fólk notar þetta stundum sem nokkurskonar hægðarlyf þegar illa gengur að tæma 😉

Screen Shot 2013-09-05 at 15.44.13

Steinefnið magnesíum er gríðarlega mikilvægt fyrir heilsuna og kemur það við sögu í yfir 300 mismunandi efnaskiptaferlum í líkamanum okkar.

Ein af mörgum ástæðum þess að við ættum að taka inn magnesíum er t.d. sú að það er nauðsynlegt þegar líkaminn vinnur úr kalki.  Beinfrumur sjá um að byggja upp bein með því að safna kalki en beinátfrumur sjá um að brjóta niður benvef og losa kalk. Þetta getur verið „viðkvæmur dans“ því bein mega ekki vera of þétt né of létt. Þétt bein eru of þung og þykk en ef þau eru of létt, þá bogna þau og jafnvel brotna.

Til að allt gangi eðlilega fyrir sig þarf líkaminni að fá nóg af steinefnum og vítamínum. Fyrir utan kalkið þarf m.a. A, C, D og K vítamín og MAGNESÍUM. Fleiri efni og hormónar koma til sögu en ásamt þessu öllu eru líkamsæfingar nauðsynlegar (öll almenn hreyfing, ganga og að lyfta hlutum).

 Magnesíumskortur

Einkenni skorts eru margvísleg en af hverju ættum við að taka magnesíum inn á töflu eða duftformi, fáum við ekki nóg úr fæðunni ?

Í dag er jarðvegurinn mikið næringarsnauðari en hann var hér áður og vantar nánast allt magnesíum í efstu lögin. Nútíma ræktunaraðferðir fela í sér að jarðvegurinn er „ofnotaður“, það er ræktað aftur og aftur sama tegund á stórum svæðum og jarðvegurinn fær ekki að jafna sig á milli ( monoculture). Til þess að það sé hægt að rækta í svona stórum stíl á stuttum tíma, stóla framleiðendur á notkun verksmiðjugerðs gróðurbætis, illgresiseyðis og skordýraeitur og drekkur jarðvegurinn þessi efni í sig. Þannig er gengið hratt á þann steinefnaforða sem á að vera í efstu jarðlögunum og svo er varla hægt að tala um mjög mikla hollustu þegar við erum farin að borða öll þessi eiturefni sem notuð hafa verið við ræktunina.

Screen Shot 2013-09-07 at 00.16.35

Ráðlagður dagsskammtur (RDA) er á bilinu 240 til 420 mg (fer eftir aldri) en margir sérfræðingar telja að þessi skammtur ætti að vera tvisvar sinnum stærri.  Það má einnig hafa í huga að þeir sem stunda íþróttir og svitna mikið þurfa að passa uppá steinefnaforðann því það fer mikið út með svitanum.

Koffein, sykur og áfengi geta ýtt undir magnesíumskort, þ.e.a.s. aukið losun líkamans á steinefninu. Þvagræsislyf og of mikið af kalki (fæðubótarefni/pillum) geta skolað magnesíum út. Meltingartruflanir eins og niðurgangur, Crohns sjúkdómur og sumar skurðaðgerðir i kviðarholi geta spillt upptöku.

Hvernig vitum við að við þjáumst af skorti ?

Það er hægt að mæla magnesíum í blóði EN þau próf eru mjög ónákvæm þar sem þetta steinefni er að störfum í frumunum okkar, í líffærum og í taugavefjum. Það er til nákvæmt próf sem kallast Exa test  (sem er kannski ekki á færi okkara flestra) en það eru ýmis líkamleg og andleg einkenni sem geta bent til magnesíumskorts og gott að vita hvaða einkenni það eru.

Screen Shot 2013-09-15 at 22.05.27

Hér eru upptalin 16 einkenni magnesíumskorts

 • Kalkskortur
 • Léleg hjartaheilsa
 • Slappleiki
 • Vöðvakrampar
 • Skjálfti
 • Ógleði
 • Kvíði
 • Hár blóðþrýsingur
 • Sykursýki II
 • Vandamál í öndunarfærum
 • Svimi
 • (sí)Þreyta
 • Kalíumskortur
 • Kyngingarerfiðleikar
 • Minnisleysi
 • Einbeitingarleysi

Það er samt mikilvægt að hafa í huga að þrátt fyrir að þú þjáist af ofangreindum einkennum, þarf það ekki að vera vegna magnesíumskorts.

Hversu mikið má taka ?

Screen Shot 2013-09-15 at 22.54.04

Það er nánast ómögulegt að taka of mikið af magnesíum en það er engu að síður ekki góð hugmynd.  Of mikið magn gæti leitt til óreglulegs hjartsláttar eða hægari öndunar. Einnig fáum við niðurgang þegar líkaminn vill losa sig við umfram magn.  Svo er upptaka líkamans mjög misjöfn eftir því hvaða tegund af magnesíum er notuð.

Magnesium citrate sem er af þeirri tegund fæðubótarefnis sem líkaminn tekur auðveldlega upp. Einnig er til magnesium chloride en það tekur líkaminn upp gegnum húðina og er það því oftast kallað magnesíum olía, þrátt fyrir að vera ekki eiginleg olía. Þetta er sölt upplausn úr ævagömlum sjávarbotni og er hægt að nálgast hana víðsvegar á veraldarvefnum. Magnesium glycinate er einnig notað og sérstaklega mælt með því við vefjagigtarsjúklinga þar sem þeir eiga auðveldara með upptöku á þessari tegund (sjá nánar).   Líkaminn tekur betur upp magnesium lactate og magnesíum chloride heldur en magnesium oxide.   Einnig er upptaka á magnesium gluconate góð.

Svo er þetta alltaf pínulítið einstaklingsbundið, það sem hentar sumum er ómögulegt fyrir aðra þannig að hver og einn  verður að finna hvað hentar best.

Það má lesa ýmislegt um þetta steinefni mjög víða á vefnum og  m.a.  inná www.livestrong.com 

 

Ef þú vilt ekki taka magnesíum inn sem fæðubótarefni, heldur eingöngu með matnum þá eru hér nokkur matvæli sem gætu hjálpað til:

 • Graskersfræ
 • Sólblómafræ
 • Soyabaunir
 • Svartar baunir
 • Cashewhnetur
 • Spinat
 • Grasker
 • Sesamfræ
 • Möndlur
 • Okra (jurt af stokkrósaætt)

Screen Shot 2013-09-05 at 15.44.41

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Magnesíum, mikilvægi og merki um skort

 1. Sæl mjög fróðleg grein. Veist þú hvort að sjúklingar með járnofhleðslu megi taka magnesíum eða er þetta ekkert skylt járni 🙂

  • Sæl Berglind og fyrirgefðu sein svör – hef enga afsökun 🙂 ég þekki það því miður ekki en af því sem ég hef lesið þá bendir ekkert til þess að það sé skaðlegt. Við þurfum svo nauðsynlega á magnesíum að halda og það er í mörgum mat þannig að það ætti að vera í lagi. Las á einum stað að þessi efni kepptust um upptökuna og þvi ætti ekki að taka þau inn bæði í einu en meira veit ég ekki !

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s