Guacamole

Ég bjó í Mexíkó fyrir mörgum árum síðan, nánar tiltekið 1994-95 og þar sem ég bjó var sagt að Guacamole héti ekki Guacamole nema að það væri nóg af kóríander í því. Þeir höfðu það afar einfallt að gerð en það er nú oft svo að því einfaldara sem það er – því betra 😉

Screen Shot 2013-09-11 at 21.11.58

Fyrir 4 pers ætti að nægja að nota einn góðan avocado en þeir eru stundum frekar litlir og þá er bara að nota fleiri. Þeir verða líka að vera vel þroskaðir til að gott sé að mauka þá.

2 meðalstórir avocado

1 vænt búnt af fersku kóríander

1 tsk ólívuolía

2 tsk limesafi eða safi úr einum lime

salt á hnífsoddi

Allt maukað vel með töfrasprota.

IMG_3632

Eftir að það er búið að opna avocado, geymist hann vel á meðan steinninn er í honum (þ.e.a.s. hann verður ekki brúnn/svartur). Það er líka gott að skella steininum ofan á Guacamole-ið og setja plast yfir ef það á að geyma það eitthvað en þannig helst liturinn vel.

Fróðleikskorn !

Avocado, eða Lárpera er gríðarlega hollur ávöxtur og gott að fá sér á hverjum degi. Það má nota hann í staðinn fyrir smjör og smyrja á (hrökk)brauð. Bæta kannski örfáum saltkornum með.  Hann er endalaust góður í salöt og svo bara einn og sér líka.

Avocado er fitumikill og inniheldur hann u.þ.b. 23% fitu. Hann er trefjaríkur og inniheldur mikið af steinefnum eins og kopar, magnesíum, mangan og eitthvað af járni, kalki, joði, selenium, sinki og fosfór. Ávöxturinn er þekktur fyrir að innihalda mikið af K- og A vítamíni og einnig má finna lítilræði af B, C og E vítamíni, þíamín, riboflavin, níacin, B6, biotin og fólat.

Næringarinnihaldið í avocado er því gott fyrir meltinguna, hárið, hjartað, húðina, psoriasis og við andremmu.

Mín uppáhaldstegund er Hass en þeir eru nánast svartir að utan og ekki mjög stórir.  Önnur tegund er Fuerte en þeir eru yfirleitt stærri og grænir að utan.  Gott er að taka þétt utan um ávöxtinn og finna hvort hann er mjúkur,  EKKI pota í hann.    Það má líka kíkja undir „bóluna“ á endanum (þar sem stilkurinn var) og ef það er orðið ljóst/hvítt þá er hann þroskaður.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s