Burritos fyrir alla fjölskylduna – líka LKL fólkið !

Hér er afar holl máltíð sem útfærð er að þörfum hvers og eins á afar einfaldan máta. Það þarf ekki að vera flókið að elda mat sem hentar öllum þrátt fyrir að einhverjir fjölskyldumeðlimir séu með sérþarfir og vilji t.d. forðast kolvetni (eða glútein og hveiti).  Þetta er mjög hollt og til að koma nóg af hollustu í börnin, sem mörg hver vilja kannski bara hakk og tómatsósu, mauka ég grænmetið og blanda svo avocado og hvítlauk i sýrða rjómann. Svo geta allir bætt við niðurskornu grænmeti að vild!

LKL fólkið sleppir tortillas og vefur í salatblöð og Paleo aðdáendur sleppa tortillas og sýrðum 😉

IMG_3633

Hakk og sósa:

Steikja hakkið á góðri pönnu (það þarf enga olíu) og krydda að vild. Klassískt er að nota salt, pipar og t.d. töfrakrydd frá Pottagöldrum. Má chilli sakar ekki heldur.

Sósan er gerð sér og  notið ekki of stóran pott ef þið viljið mauka hana í lokin.

1 smátt saxaður laukur

1 fínt rifin gulrót

1 msk ólívu- eða kókosolía

1 dós niðursoðnir tómatar

2-3 msk tómatpúrra

skvetta af vatni

1 tsk kraftur

salt, pipar, cumin, kóríanderduft og smá chayennepipar  (smakka til eftir smekk)

Laukur og gulót látið hitna vel í olíunni og bæta svo rest við og láta malla í ca 5-7 mín.  Of mörg börn þola ekki grænmeti og því algjör snilld að skella töfrasprotanum í þetta og mauka. Klára að smakka til og hella svo saman við hakkið.

Sýrður rjómi með avocado

1/2 dós sýrður (ca 100 ml)

1/2 avocado (vel þroskaður)

1-2 hvítlauksrif, marin

Maukað með töfrasprota

Svo er Guacamole bara best með þessu 🙂

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s