ALVÖRU hnetusúkkulaði

Það er nauðsynlegt að eiga eitthvað gott í kæli til að næla sér í þegar það vantar mola með kaffinu nú eða þegar fíknin herjar á okkur.   Þetta er alveg skuggalega einfallt og bara fjári hollt en eins og alltaf þá er það hófið sem gildir.  Notið mjög dökkt súkkulaði til að tryggja hollustuna og svo eru hnetur alltaf hollar en þær innihalda mikið af góðri fitu sem er jú hitaeiningarík en við stillum okkur bara aðeins 😉

Screen Shot 2013-09-03 at 19.51.12

Ég lagði möndlur og heslihnetur í bleyti yfir nótt. Ristaði í ofni á 150 gráðum í svolítinn tíma (til að það þornaði) og bætti þá við, brasilíuhnetum, cashew og macadamia. Skellti í matvinnsluvél ásamt rúsínum og kurlaði aðeins (bara ekki of lengi) og hellti yfir þetta súkkulaðiblöndu.

Ég bræddi saman 75% súkkulaði ásamt smá sjávarsaltssúkkulaði og kakósmjöri (sem er í uppáhaldi;) ) en það þarf alveg slatta af súkkulaði til að líma þetta saman. Það er að sjálfsögðu hægt að hafa bara dökkt súkkulaði en gaman að prófa sig aðeins áfram.   Það má nota kókosolíu, kakósmjör, lífrænt kakó, pínu agave, sjávarsalt, smá Goji ber ofl.

Þetta er sjúklega gott og geymist í kæli. Mæli samt með frysti til að tryggja að hneturnar þráni ekki.

Þetta flokkast undir hollustufæði (svo lengi sem það er ekki verið að nota rjómasúkkulaði eða hella sykri/sýrópi saman við). Hnetur og möndlur innihalda mikið af próteini og í möndlum er rúmlega 20% prótein í skammtinum (100 g).

Screen Shot 2013-09-03 at 20.14.12

Hér er hægt að sjá hversu flott uppspretta næringarefna möndlurnar eru en þær eru auðvitað upplagðar í morgunþeytinginn líka 😉

Screen Shot 2013-09-03 at 20.04.38

Rannsóknir sýna að góðu fitusýrurnar sem eru í hnetum geti dregið úr áhættu á t.d. hjartasjúkdómum og í hæfilegu magni geta hnetur hjálpað til við að minnka LDL kólesteról (það slæma) og bætir upp það „góða) (HDL)

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s