Pina colada – helgarþeytingurinn !

Það er svo hrikalega gott að geta hent alls konar hollustu í blandarann og fá holla töfradrykki úr honum 😀

Stundum má maður líka minnka hollustuna pínu og njóta en ég er engu að síður talsmaður þess að við notum alltaf eitthvað grænt í þeytingana okkar.  Það þarf nefnilega ekki að vera neitt bragð af því 😉

Til hátíðarbrigða er geggjað að fá sér pina colada og að sjálfsögðu má setja smá tár út í seinnipart á föstu- eða laugardegi 😛

Screen Shot 2013-08-29 at 10.35.04

Hlutföllin eru nú bara svona nokkurnvegin og þetta ætti að duga fyrir 2 :

 • 2 lúkur frosinn ananas
 • 1 lítil dós kókosmjólk (EKKI light/diet)  og vatn  eða nota rís-kókosmjólk í fernu og sleppa dósinni.
 • 1 dropi stevía með kókosbragði 1/4 banani
 • 2 msk Kókosflögur
 • smá sletta af fljótandi kókosolíu (sérstaklega ef þetta er notað sem morgundrykkur)
 • Lúka af spínati eða grænkáli í morgunþeytinginn en það breytir ekki bragðinu 😉

Klaki og skraut      🙂

Góða helgi !!!!!!

Önnur útgáfa en ekki síðri:

 • 1 bolli frosinn ananas
 • 2 msk hampfræ
 • 1 msk chia fræ
 • 1 msk goji ber
 • 1 tsk kókosolía
 • 2/3 rís-kókosmjólk og 1/3 kalt vatn

Hann er alveg pínu sætur en mér finnst æði að setja 1 drop af Steviu með kókosbragði

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s