Viltu léttast, auka orkuna og geisla af lífshamingju ? Lausnin er fundin!

 

En því miður er hún ekki á pillu, duft- né vökvaformi því ÞAÐ ER EKKI TIL!   

Ég hef oft verið að velta þessu fyrir mér og skoðað vel eitt og annað sem kemur á markaðinn og á að bjarga okkur á frekar auðveldan hátt fyrir horn.  Sama hvernig á málið er litið þá er útkoman alltaf sú sama: það breytist ekkert hjá okkur ef við breytum ekki lífsstílnum. Nú ætla ég alls ekki að fordæma allt sem selt er á þennan máta og er þetta eingöngu mín skoðun sem birtist hér. Ég er þess fullviss að þegar er verið að selja okkur hluti sem eiga að forða okkur frá heilsuleysi, bæta orku og hvað það nú er, án þess að við lögum og/eða breytum mataræðinu og hreyfum okkur, þá er þetta gagnslaust.

Lausnin er til og hefur verið það lengi!

Flest okkar getum við breytt og bætt mataræði okkar og lífsstíl og, hvort sem við viljum breyta einhverju einu eða öllu, þá er það hægt en tekur tíma, þolinmæði og það tekur líka stundum verulega á. Því miður er það tíminn sem við setjum of oft fyrir okkur og við höfum afsakanir á reiðum höndum: við erum alveg að fara í sumarfrí, helgarferð, matarboð, saumaklúbbur, það eru að koma gestir, ekki tími til að elda eða hvað það nú er.

Screen Shot 2013-08-26 at 01.16.00

Þetta er einmitt það sem matvælaframleiðendur gera sér grein fyrir og það er keppst við að framleiða skyndibita, ferskan eða frosinn, eitthvað í pakka sem tekur 5 mín að elda eða jafnvel duft sem kemur í stað máltíðar. Þetta er afar freistandi en oftast hafa þessar vörur  þveröfug áhrif því þessi matur er oftar en ekki framleiddur eingöngu með hagnað í huga, ekki velferð neytenda.  Það er notast við ódýr aðföng, fullt af aukaefnum er bætt í til að tryggja bragð (MSG) og nóg af rotvarnarefnum svo þetta skemmist nú örugglega ekki uppi í hillu og geti átt eilíft líf þar til einhver borðar það. Litarefni eru líka vinsæl til að tryggja girnilegt útlit.  Ekki bætir það úr að oft má hita þetta í örbylgjuofni sem fer nú endanlega með það.

Screen Shot 2013-08-26 at 01.18.53

Þessi matur getur gert það að verkum að við verðum veik en það er okkur alls ekki eðlilegt að borða mat sem búinn er til í verksmiðju. Þetta getur líka ruglað efnaskiptum líkamans og það hægist á brennslunni. Þá fitnum við (þrátt fyrir að vera kannski ekki að innbyrða of margar hitaeiningar) og allt fer í rugl.

Á þessum tímapunkti fá margir smá panik og einmitt þá koma “megrunarpillur” oft til sögunar, nú á að redda öllu með pillum sem draga úr matarlyst, auka brennslu eða  jafnvel bræða bara spikið af okkur.  Skyndilausn (sem er engin lausn) sem framleiðendur græða stórar fúlgur á en við hin sem keyptum, töpum. Ekki bara fjármunum því það eru miklar líkur á að geðheilsu okkar hraki. Þetta eru stöðug vonbrigði, árangur lítill sem enginn og það verður sífellt auðveldara að stunda niðurrifsstarfsemi á sjálfum sér.

Screen Shot 2013-08-26 at 01.29.05

Það er engin lygi að við erum það sem við borðum og það eru engar líkur á að við verðum heilbrigð á sál og líkama ef hugum ekki að mataræðinu og reynum að sneiða hjá óhollustunni.
Máttur markaðssetningar er mikill og endalaust verið að sannfæra okkur um ágæti ýmissa „töfralausna“.

Mikið væri það nú gott að geta gleypt góða heilsu með einu vatnsglasi 😉

Ástæða þess að stöðugt eru að koma á markaðinn nýjar pillur, duft og vökvar sem eiga að umbreyta okkur í tágrannar orkubombur sem geisla af hamingju og heilbrigði er sú að ENGINN ÞEIRRA VIRKAR og þegar nógu margir hafa látið glepjast og jafnframt komist að því að þetta er ekki að virka, þá þarf eitthvað nýtt og „enn betra“ að koma fram svo hægt sé að plata fólk áfram.

Screen Shot 2013-08-26 at 01.31.00

Að sjálfsögðu gengur ekkert fyrirtæki öðruvísi en að sýna gróða og það skulum við einmitt alltaf hafa í huga, líka þegar við sjáum auglýsingar eða verlsum úti í búð. Hagur okkar neytenda er sjaldnast í fyrirrúmi.

Hvað stendur á boxinu með brennslutöflunum ?

Það eru oftast mjög góð ráð eins og að drekka mikið vatn, hreyfa sig daglega, borða reglulega, sneyða hjá sykri og annari óhollustu. Ég mæli með að fólk fari eftir þeim ráðum og sleppi pillunum. Eyði peningunum frekar í meira af hollum og hreinum mat.

Kæru lesendur, notið skynsemina og gefið ykkur tíma ef þið ætlið að bæta lífstílinn, borðið alvöru mat, ekki úr pökkum og munið að besti maturinn þarf enga innihaldslýsingu því hann er alvöru matur,  eins og t.d.  grænmeti, ávextir, kjöt, fiskur, egg og baunir,  það er pottþétt ekki þessi matur sem er að rugla kerfinu okkar.

Screen Shot 2013-08-26 at 01.36.56

Þolinmæðin þrautir vinnur allar og munið að góðir hlutir gerast hægt  🙂

 

Hafðu samband og fáðu ráðgjöf !

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Viltu léttast, auka orkuna og geisla af lífshamingju ? Lausnin er fundin!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s