Hristingar (boost), nokkur húsráð!

Ef maður velur að drekka morgunmatinn sinn (nú eða hádegis eða kvöldmat), hlaðinn hollu grænmeti, berjum, ávöxtum, fræjum ofl.  Þá getur verið smá vinna fólgin í að eiga allt til alls og að það sé ferskt og gott.  Þessu er öllu hægt að safna á einhverjum tíma þannig að maður hafi úr ýmsu að velja, geti gert mismunandi drykki og haft þetta fjölbreytt.

Fyrir marga er erfitt að komast í búð reglulega og hjá mörgum, sérstaklega þeim sem búa utan höfuðborgarsvæðisins er úrvalið ekki til staðar nema kannski 2-4 daga í viku. Að eiga frysti spilar þarna lykilatriði en það er nánast hægt að eiga alla ferskvöruna í frysti og henda í blandarann, þá verður það líka ískalt og svalandi.

Screen Shot 2013-06-05 at 20.48.13

 

 • Mikið úrval er af frystum ávöxtum og ég mæli með því að fólk horfi eftir hvort það er nokkuð búið að bæta sykri eða sætuefni saman við. Það er bara óþarfi og rúmlega það.
 • Frosið grænmeti er  fínt og hvað þá ef maður fær það lífrænt líka.  Einnig er fínt að kaupa t.d. risa poka af spínati og henda beint í frysti, það verður eins og frosið kurl sem er ekkert mál að tæta niður í blandara.  Ég á alltaf frosið brokkolí sem ég nota í berjadrykki og marga græna drykki.
 • Stundum notum við grænmeti beint úr ísskápnum en það er þjóðráð að frysta það sem þar er og fer jafnvel að renna út.  Skera niður avocado, kúrbít, mangó og annað sem má nota í drykki og skella í poka inní frysti.
 • Stundum eru mikið þroskaðir bananar á tilboði en þá er um að gera að kaupa þá, taka hýðið af, skera í bita og frysta.
 • Fræ geymast vel en það er voða gott að skella chia eða t.d. hörfræjum með í blandarann.  Í því tilfelli er í lagi að hafa ekki lagt þau í bleyti því þau fara í kurl í blandaranum.
 • Hreint kakó er snilld í suma drykki og þá er lífrænt málið ef því er viðkomið 😉

Svo er auðvitað misjafnt hvað fólk bætir út í, sumir eru eingöngu með þetta hefðbundna á meðan aðrir nota allskonar ofurfæðu eins og goji ber, maca duft, lucuma, kakó nibbur, hampfræ ofl ofl.  Þetta er allt vörur sem geymast vel.

Sem vökva getur oft verið fínt að hafa bara vatn, það er alltaf hollt. Stundum nota ég möndlumjólk (sem er best heimagerð) eða kókos-rísmjólk en þetta er ekki ódýr vara svo vatnið er númer 1 og stundum hef ég þetta til helminga.  Afgangur af kókosmjólk (dós) er líka geggjað.

Nokkur atriði sem ég hef alltaf í huga þegar ég geri drykk:

 • Alltaf meira af grænmeti en ávöxtum (þessi hlutföll eru þó önnur þegar maður gerir drykkina krakkavæna)
 • Alltaf grænt grænmeti en bæði brokkolí (frosið) og spínat er bragðlítið og ofurhollt. Bara ekki nota spínat alla daga.
 • Eitthvað sem er próteinríkt
 • Fita er nauðsynleg, bæði bætir það upptökkuna og við höldumst södd mun lengur. Hörfræolía, avocado eða kókosolía er æði.
 • Flestir drykkir duga sem máltíð en þegar ég geri minn græna á morgnana sem er nánast eingöngu grænt grænmeti, kryddjurtir og vatn, þá fá ég mér egg líka 😉

Þar sem ég er að fara í frí, þá tók ég til í ísskápnum hjá mér og þar sem maður hendir ekki mat, þá er um að gera að eiga hann í morgunhristinga síðarmeir 😉  Hér átti ég fullt af kúrbít (sem ég ætlaði að gera kúrbítsspagetti úr…..), avocado og smá papriku en þetta verður jafn ferskt þegar ég kem heim aftur eftir 5 vikur 😉
Screen Shot 2013-07-25 at 14.52.22

Hér kemur svo einn góður sem hentar fyrir alla fjölskylduna :

 • 1 lúka mangó (frosinn er best)
 • 1 lúka spínat
 • 1/3 – 1/2 avocado
 • safi úr hálfri sítrónu
 • 1/2 banani
 • möndlumjólk (getur verið til helminga með vatni)
 • smá engifer (oft gott að setja eftir að börnin hafa fengið)
 • Hægt er að henda smá fræjum saman við ef fólk vill

IMG_1877

Smá harðfiskur með getur aldrei skaðað 😉

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s