Pasta með þriggja lita pestói

Þessi er í einni Hagkaupsbókinni en ég elska allar matreiðslubækurnar sem Hagkaup hefur gefið út 😀
Rosalega fljótlegur réttur og má næstum segja að þetta sé eitthvað sem maður á oft til heima hjá sér og auðvelt að reiða fram dýrindisrétt á fyrirvara.
Screen Shot 2013-07-22 at 20.03.21
Pestó:

  • 100 gr svartar steinlausar ólífur
  • 100 gr sólþurrkaðir tómatar (úr krukku)
  • 100 gr marineraðir ætiþistlar (mega líka vera í vatni/dós)
  • 50 ml ólífuolía
  • smá appelsínubörkur (má sleppa)
  • Allt maukað í matvinnsluvél nema börkurinn settur eftir á.


Sjóða ca 300-350 gr af góðu pasta, gott að nota skrúfur. Mér finnst hveitikímspasta best.
Taka ca eina ausu af soði, setja á pönnu og blanda með 5 vænum msk af pestói. Hræra pasta saman við. Blanda svo einum poka af grófskornu klettasalati við og strá vel af rifnum parmesan yfir.

Borða svo bara með meira pestói 

Stundum skelli ég öllu bara í eldfast mót og hita í ofni – það er mjög gott líka og gott ef maður þarf að útbúa fyrirfram!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s