Papriku og heslihnetusalsa

Er að gera tilraun á sjálfri mér og er algjörlega laus við mjólkurvörur. Verð að segja að þetta er það erfiðasta sem ég hef útilokað úr fæðunni hjá mér en ég hef prófað að taka eitt og annað út, hreinsað mig og kannað breytingarnar.
Eldaði lax um daginn og var miður mín að fatta af ef það er ekki jógúrtsósa með þá er það hvítlaukssmjör, án undantekninga.
Er mikill aðdáandi Sollu á Gló og fann þessa snilld í Heilsubók Hagkaups þar sem hún fer algerlega á kostum.
Ég get svarið að ég þurfti varla lax með þessu góðgæti, gef   10 í einkunn. Var svo bara með sætar kartöflur (ofnsteiktar með kókosolíu, salti og hvítlauk) með þessu og vá hvað þetta var gott !

Screen Shot 2013-07-12 at 22.25.42

  • 2 stk rauðar paprikur
  • 6 msk ólífuolía
  • 15 g heslihnetur
  • 15 g graslaukur, fínt saxaður
  • 1 stk hvítlauksrif, pressað
  • rifið hýði af einni límónu
  • 2 msk eplaedik
  • salt eftir smekk

Ofninn er hitaður í 200°C. Paprikurnar eru skornar í 4 bita og fræin fjarlægð. Því næst eru þær settar á bökunarplötu, skvett yfir 2 msk af ólífuolíu og góðri ¼ tsk af salti stráð yfir. Paprikurnar eru ristaðar í ofninum í 20 mínútur eða þangað til þær eru gegnum eldaðar og létt brenndar. Setjið paprikurnar í skál og plastfilmu yfir. Geymið einnig grillsafann. Ristið heslihneturnar í ofni á bökunarplötu í 10 mínútur, eða þangað til þær brúnast aðeins. (Hægt að gera þetta með paprikunni). Leyfið hnetunum að kólna og fjarlægið af þeim skinnið með því að rúlla þeim saman í lófunum. Hneturnar eru síðan grófsaxaðar. Þegar paprikan hefur kólnað, skerið í 5 mm teninga. Blandið öllu saman, smakkið til og bætið við pipar og salti eftir smekk.

Ath! Við vorum tvö um þennan mat og það var ekki afgangur af salsanu 😉

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s