Gæti mjólk verið orsök ofnæmissjúkdóma og eyrnabólgu ?

Dr. John Briffa er læknir sem hefur beint sjónum sínum sérstaklega að áhrifum næringar og lífstílsþátta á heilbrigði og sjúkdóma.  Hann sagði áhugaverða sögu um daginn sem ég tel að eigi erindi við marga.  Mig langar að segja frá því í stuttu máli hvað hann sagði en það er með ólíkindum hversu margir virðast lagast af hinum ýmsu kvillum með því að taka út mjólkurvörur.

Screen Shot 2013-07-08 at 21.08.07

Hann fór í gönguferð yfir helgi með nokkrum vinum sínum og á einu gistihúsinu spurði vertinn, vitandi að þarna væru læknar á ferð, um ráð varðandi lyf við heymæði (grasofnæmi)en hann þjáðist af slíku og það frekar slæmu.  Eftir að hafa fengið einhver ráð varðandi lyfin sagði Dr. Briffa honum að það gæti gefið góða raun að taka allar mjólkurvörur út en sumt fólk er viðkvæmt fyrir þessum vörum á þann hátt að það framleiðir mikið slím í nefholi og hálsi. Það eru einnig getgátur um að hjá sumu fólki valdi mjólkurvörur því vefir kringum nef og augu verði mun viðkvæmara fyrir t.d frjói, ryki eða dýrum (hárum, fjöðrum etc.)

Einstaklingar sem eru viðkvæmir fyrir mjólkurvörum hafa oft haft einkenni sem benda til þess strax í æsku. Hans reynsla er að eyrna, nef og háls vandamál eigi oft rætur sínar að rekja til mjólkuróþols.  Vertinn sagið honum að hálskirtlarnir hefðu verið fjarlægðir þegar hann var barn og einnig sagðist hann drekka töluvert af mjólk.  Dr. Briffa sagði honum að oftast væri hægt að komast að þessu á innan við einni viku með því einungis að útiloka mjólkurvörur úr fæðinu.

Vertinn fylgdi þessum ráðum og eftir einn sólahring var honum hætt að klæja í augun og nefið var algjörlega hreint.  Hann helmingaði ofnæmislyfin strax og vonaðist til að geta sleppt þeim nokkrum dögum síðar.

Kannski var þetta ímyndun, hver veit – en hverjum er þá ekki sama 😉   Reynsla Dr. Briffa er að útilokun á mjólkurvörum úr fæðunni sýni ótrúlegan árangur við grasofnæmi hjá u.þ.b.  helmingi fólks sem prófar það.

Hér er hægt að lesa alla greinina en þarna má finna mikið af áhugaverðum greinum um næringu og heilsu þar sem hann vitnar mikið í litlar rannsóknir máli sínu til stuðnings.

Screen Shot 2013-07-08 at 21.14.04

Eyrnabólga

Ég er æ oftar að rekast á reynslusögur og  ýmsar minni rannsóknir sem benda til þess að mjólkurvörur séu ótrúlegur skaðvaldur þegar kemur að hlutum eins og eyrnabólgu, þrálátu kvefi og hálsbólgu, hósta og asma og svo ofnæmi.   Ef ég væri með eyrnabólgubarn í dag, nú eða t.d. asma, þá myndi ég amk ekki hika við að taka mjólkurvörurnar út í smá tíma til að prófa.  Það gæti aldeilis verið  ódýr lausn á stórum vanda 😉 Sama á auðvitað við um ýmsar meltingatruflanir og hægðir, t.d. er harðlífi vel þekkt í tengslum við mjólkurneyslu sem og niðurgangur.

Ódýrasta heilsuráðið er því sennilega að byrja á því að taka út mjólkurvörur 🙂

Færðu inn athugasemd