Kúrbítsspagetti með tilheyrandi

Ég keypti mér Julienne fyrir u.þ.b. hálfu ári með það í huga að einhvern daginn myndi ég prófa að gera „grænmetisspagetti“.   Eftir að hafa horft á þetta tæki í hátt í 5 mánuði, ákvað ég að prófa.  Fékk mér lífrænan kúrbít og reif niður í strimla og ákvað að borða með fínu pastasósunni sem ég bjó til.  Var með pasta fyrir krakkana en þar sem ég var að prófa að vera glúteinlaus, þá var það bara kúrbítur með pastasósu og parmesan hjá mér.    Algjör snilld fannst mér, mjög bragðgott og mettaði vel.

Screen Shot 2013-07-10 at 22.45.55
Nú er ég að gera aðra tilraun (á mér að sjálfsögðu) og er búin að taka út allar mjólkurvörur og ég verð að játa að það er ekki svo einfallt. Þetta er það eina sem ég hef sagt að ég hætti ALDREI að borða 😉    Hvað um það, ég hætti ekki að elda þrátt fyrir þetta og því er það töluverður höfuðverkur að finna (ekki) ost.

Screen Shot 2013-07-10 at 23.05.38

Hér er Kúrbítur, settur í strimla, lagður í saltvatn í 10 mín, látið renna af og velt á pönnu í kókosolíu (bragðlausri) þar til hann hitnar í gegn.  Svo er það bara uppáhalds pastasósan en ég bý til mína eigin og geri bara nóg af henni og frysti.  Varð næstum andvaka við að hugsa um hvað ég ætti að gera fyrst ég gat ekki hrúgað parmesan yfir en fann svo þessa líka skemmtilegu síðu sem kenndi mér að gera svona „allt í plati parmesan“.  Það er enga stund verið að henda í þetta en plat-osturinn er á þessa leið:

  • 1/2 bolli hnetur (eitthvað af eftirtöldum, ein eða fleiri tegundir: valhnetur, möndlur, brasilíuhnetur eða pecanhnetur)
  • 1/4 bolli næringarger
  • 1/2 tsk salt

Allt sett í matvinnsluvél og kurlað vel, passa bara að gera ekki of lengi því þá fer þetta að verða of blautt.

Skemmst er frá því að segja að þetta var alveg dúndur gott og verður örugglega gert aftur.   Nú þarf ég bara að finna út hvernig ég geri mér góða pizzu 😉

Screen Shot 2013-07-10 at 23.10.10

Það er samt nauðsynlegt að hafa í huga þegar maður skiptir svona út matvælum að vera ekki að bera það beint saman við það sem verið er að líkja eftir.   Það gefur augaleið að Kúrbítur með tómatsósu og hnetu-næringargerskurli er ALLT ANNAÐ en spagetti með sósu og parmesan.  Þetta er engur að síður mjög góður matur 😀

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s