Kjúlli með 54 hvítlauksrifjum

Þennan fann í ég í bæklingi frá Holtakjúklingi og bætti við 12 rifjum eftir að hafa eldað hann einu sinni en það er alveg rugl hversu góð rifin eru svona bökuð.   Alveg undarlega einfaldur og skuggalega góður réttur.

Screen Shot 2013-07-08 at 22.14.16

  • 1 heill kjúlli, uþb 1,5 kg
  • malaður pipar og salt
  • 1 sítróna
  • 42 hvítlauksgeirar
  • 1/2 líter vatn
  • kjúklingakraftur
  • sósujafnari

Kjúklingur kryddaður að innan og utan með pipar og salti, nokkrar örþunnar sneiðar af sítrónu smeygt undir haminn á bringunni.  Geirar af einum heilum hvítlauk sett inní kjúllann, rest af sítrónusafa kreist yfir dýrið og það steikt í 30 mín. á 200 °C.

Rest af hvítlauksrifjum er dreift kringum kjúllann og vatni helt í fatið og steikt áfram í 45-60 mín.

Kjúlli tekinn út og haldið heitum. Soðið og hvítlauk er hellt í pott og hitað að suðu.  Bragðbætt með krafti, salt og pipar og þykkt örlítið, á alls ekki að vera þykk.

Fyrir þá sem vilja draga úr kolvetnum í fæðunni þá mæli ég með soðnu Quinoa og salati sem meðlæti  en quinoa er ofurhollt korn sem kemur frá Inkum og er alveg stútfullt af næringarefnum og afar próteinríkt, nánast eins og fiskur hvað það varðar.  Ef fólk er ekki með quinoa við hendina þá eru brún hrísgrjón málið.

Screen Shot 2013-07-08 at 22.12.22

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s